Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 160
;6o
vegi og framfarir; Ármann á alþingi átti að vera »a 1-
mennur fundur Islendinga«, eins og hann
einnig nefndi rit sitt1.
Fyrsti árgangur er mestallur ein skáldsaga; það er
æfisaga tveggja bænda, Goðsvinns á Sólheimum og Þor-
láks bónda austur i Skaptártungum. — Búnaðarbálkurinn
er tekinn upp i hana, bæði til þess að útbreiða þetta á-
gæta kvæði meðal almennings og til þess að sýna, hvern-
ig vetrarkveldin eru notuð á góðum heimilum. — Saga
þessi miðar öll að því að sýna almenningi, hve ill áhrif
vont uppeldi og ljótur heimilisbragur hafi á börn og
unglinga og hve nauðsynlegt sje fyrir hvern mann sjálfs
sín vegna að venja sig þegar í æsku á trúmensku, iðni,
þrifnað og reglusemi. Sagan er prýðilega sögð og Baldvin
lýsir mjög vel meðferð þeirri, sem munaðarlausir ungliiigar
opt verða að sæta á Islandi, sálarlífi manna og heim-
ilisbrag.
Árgangur þessi og sýnishornið var inngangur að
því, sem á eptir átti að kotna, og vildi Baldvin fyrst
sýna hvað sje undirstaðan fyrir hinni sönnu hagsæld i
Tnannlífinu. Hann segir að það sje að leita guðs-
ríkis á rjettan hátt. Kirkjuferðir og guðsorðalest-
ur sje einskis virði, er það sje gjört að eins fyrir siða-
sakir; menn verði að sýna trúna i verkinu. Þ a ð s j e
guðs viljiað vjer kappkostum af öllu
megni að vera duglegir í stjett vorri og
stöðu, og sá, sem ekki gjörir það, hann sje eigi
ráðvandur maður og geti eigi vænst guðs blessun-
ar. Manndygð, þekking og atorka er
1) Allur titill ritsins er þannig; Ármann á alþingi | eða
| almennnr fundnr íslendinga. | Ársrit | fyrir búhölda og bændafólk
á íslandi. | Fyrsti árgangnr | fyrir árið 1829. | Útgefið af Þorgeiri
G-uðmnndssyni cand. theolog. og Baldvin Einarssyni stud. juris. |
Kaupmannahöfn 1829. Prentað hjá C. Græbe.