Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 161
161
grundvöllurinn; a f þessu þrennu sprettur
upp farsæld mannanna.
Mörgum alþýðumönnum, sem sáu Armann á alþingi
ug lásu hann, líkaði hann heldur vel og þótti skemtun
að honum. Alt var svo Ijóst og einfalt í fyrsta árgang-
inunt, að allir gátu skilið það. Þó náði Armann litilli út-
breiðslu, og sumir alþýðumenn urðu að hætta við að
halda hann, af því að kaupmennirnir tóku því svo illa að
láta þá fá peninga til þess að borga hann með'. Misjafnari
voru aptur á móti dómar embættismannanna um Armann,
en sumum þeirra líkaði hann mæta vel. A meðal þeirra
manna var Bjarni amtrnaður Thorsteinsson. Hann mátti
sin þá mest allra islenskra manna hjá Rentukammerinu.
Hann gaf Baldvin eptir ósk hans meðmæli um styrk til
ritsins (dagsett 19. febr. 1830), og segir hann að fyrsti
árgangurinn sje mjög vel ritaður og lagaður eptir tilgangi
ritsins; málið sje hreint, alþýðlegt og lipurt. Þeir Bald-
vin notuðu meðmæli þessi 24. júní 1830, er þeir sóttu
um styrk til sjóðsins »ad usus publicos« til þess að gefa
út Armann, og komu þau að góðu gagni. Með kon-
ungsúrskurði 28. ágúst 1830 voru þeim veittir 100 rd. í
seðlum á ári í þrjú ár, og þannig var Armann borgið
fvrst um sinn1 2.
Annar árgangur af Armann á alþingi kom nú út
um sumarið og var hann allur ritaður af Baldvin Einars-
syni, nema dálítil ritgjörð (upp á 20 blaðsíður) um
g e i t f j e eptir Björn Jónsson bónda i Lundi.
Hann var fjölbreyttari að efni en fyrsti árgangurinn, því
að Baldvin ritar þar um ísland fyrrum og nú, um akur-
yrkju hjer á landi, brjef frá Kaupmannahöfn, um þúfna-
1) Sbr. umsókn þeirra Baldvins 24. júní 1830 til Fonden
ad usus publicos. Nr. 1022 F. a. u. p. J. 6.
2) Fonden ad usus publicos, J. 6. nr. 1022.
11