Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 162
IÖ2
sljettun, um almenn tíðindi frá útlöndum og verðlag á
islenskum vörum í Kaupmannahöfn.
Ritgjörð Baldvins um akuryrkjuna er aðalritgjörðin
í þessum árgang. Hún er upphaf af langri ritgjörð um
bjargræðisvegina á íslandi bæði á fyrri og seinni tímum;
átti hún að koma út í mörgum árgöngum, en Baldviti
andaðist áður en hann fengi lokið henni. Einnig er þessi
árgangur ritaður rneð heldur meira fjöri en fyrsti árgang-
urinn. Nú gat lika Baldvin látið menn fjölmenna til al-
þingis, því að nú hafði hann komið þar fundi á með
mönnum. Segir hann að ungir menn fýstust mjög að
ríða á þing og margir af hinum eldri hafi slegist í för
með þeim, »því öllum þótti gaman að sjá alþingi*.
Kveldið fyrir Jónsmessu lætur hann menn tjalda á Þing-
völlum, »og var yndislegra en frá megi skýra að sjá
þennan heiðarlega stað alþakinn tjöldum, stærri og
smærri. Var þar mikil gleði á meðal þingheimsins.
Fögnuðu þar hverjir öðrum og báðu velkomna. Gjörð-
ist þar skjótt kunningsskapur á milli ókunnugra, því
hver kepptist við að vera öðrum til vilja. Reikuðu menn
upp og ofan með Almannagjá, og töluðu um afreksverk
forfeðranna og röggsemi þeirra og viturleik og trygð, og
alla þá tilburði, sem orðið höfðu á alþingi frá forn-
um tíðum«.
Um morguninn eptir lætur hann Armann halda al-
varlega og kjarnmikla eggjunarræðu yfir þingheimi. Hann
talar um hin fornu þing, einkum alþingi, og þýðingu
þeirra, og segir að nóg sje til að ræða um, þótt kon-
ungur annist landsstjórnina og láti dæma mál manna.
Hann kallar forfeður vora fram úr gröfunum og lætur þá
spyrja:
»Hvað er orðið af öllum skipunum, sem vjer ept-
irljetum yður? hvað er orðið af dugnaði þeim og hug-
rekki, er vjer sýndum í því að sigla yfir ókunnug höf