Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 165
IÓS
en hann gat nú sagt, að ársrit þeirra fjelaga væri orðið
»verkfæri fyrir hinn fróða til að kenna hinum fáfróðari,
og fyrir hinn fáfróðaii til að spyrja hinn fróða ráða,
það er orðinn almennur fundur íslendingach Það
er varla efi á því, að Baldvin hefði tekist að fá smátt og
smátt fleiri og fleiri til þess að rita í Ármann, efhonum
hefði enst aldur til þess að halda honum lengur áfram.
V.
Sighvatur, Þjóðólfur og Onundur, sem Baldvin skýr-
ir frá í sýnishorninu, koma frarn á leikvöllinn í öllum
árgöngum Ármanns. Baldvin hefur kosið þá sem full-
trúa fyrir þá þrjá aðalflokka, sem honum fannst þjóðin
skiptast í Hann vildi lýsa aðallyndiseinkunnum þjóðar-
innar með þeim.
Sighvatur2 3 4 sýnir þá, sem íhuga alt með greind og
gætni, og eru svo vitibornir, að þeir kannast við að það
þarf þekkingu til þess að geta dæmt um hluti og mál-
efni. Þeir sjá að menn verða að leita þekkingarinnar og
að hún kemur ekki sjálfkrafa. Þessir menn eru þvi var-
kárir í dómum sínum, Iausir við hleypidóma, fagna því,
sem nýtt er og gott, en fella að eins nýjungar og breyt-
ingar, ef þær eiga eigi við hjá oss eða eru eigi til hins
batra. Þessir menn eru þeir, sem koma mest á endur-
2. árg. er VIII+ 184 bls., þar af eptir aðra 20 bls., eptir
Baldvin 164 bls.
3. árg. er VIII-+191 bls., þar af eptir aðra 59 bls., eptir
Baldvin 132 bls.
4. árg. er XIV-j-177 bls., þar af eptir aðra 76 bls., eptir
Baldvin 101 bls.
1) Ármann á alþingi, 4. árg. bls. XI.
2) Baldvin segir að bann hafi baft mann einn á Norður-
landi fyrir augum, þá er bann lét Sighvat tala og lýsti honum.
Það mun hafa verið faðir hans. Árm. á alþ. 2. árg. bls. V.