Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 166
i C6
bótum, bæði í búnaði og öðru; þeir styðja og maniia
best þær framfarir, sem aðrir koma fram með. Því mið-
ur er þessi flokkur fámennur, en í honum er alt mannval
þjóðarinnar; hann er kjarninn úr þjóðinni og prýði hennar.
Aptur á móti er annar flokkurinn miklu fjölmenn-
ari, sem Þjóðólfur var dæmi upp á. í honum eru allir
þeir, sem eru fullir af fordómum og vantar bæði mentun
og vit til þess að skilja mannlegt líf og ætlunarverk
mannanna. Þeir stagast á, hve alt hafi verið gott á æsku-
árum þeirra, þeir hafa ýmigust á öllum breytingum, hvort
sem þær eru góðar eða ekki, einungis af því að þær eru
nýjar. Ekkert getur snúið þeim í þvi efni, nema þeir
sjái áþreifanlega að það gefi eitthvað i aðra hönd, og þó
vilja þeir helst komast hjá því að leggja nokkuð í söl-
urnar. Þeir fara að ráði sínu eins og þeir hafa sjeð for-
eldra sina gjöra í uppvexti sínum; þeir eru trassar og
sóðar, ef feður þeirra hafa verið það. Mjög margir menn
i þessum flokki eru starfsmenn miklir- og eru að því
leyti samskonar sómamenn sem í fyrsta flokki, þá er þeir
loksins hafa aðhyllst eitthvað nýtt og sannfærst um ágæti
þess eða hagnað, fylgja þeir þvi opt dyggilega, án þess
þó ætíð að vilja eða geta fengið aí sjer að kannast við
að breytingar geti verið góðar. Þeim virðist alt gott,
sem gainlir kveða; að eins aldur og embættisstaða veitir
mönnum hæfileika til þess að geta dæmt um málefni.
Ungir menn geta sjaldan gert annað ósæmilegra að áliti
þeirra en að hugsa mikið um og gefa sig að landsstjórn-
armálum og öðrum þeim málum, er almenning varðar.
Embættismennirnir og konungurinn eiga að gera það alt
saman. I þessum flokki eru bæði æðri sem lægri, og
hvar sem leit.að er má finna karla sem konur úr honurn.
Þá er þriðji flokkurinn, Onundur og oflátungarnir.
Þeir eru í sumu gagnólíkir öðrum flokknum, enda fyrir-
líta þeir hann nema embættismennina í honum. Þeir