Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 168
168
hann vera skrípamynd af kaupstaðaríýðnum og nesja-
mönnum, en þó er liklegt að Baldvin hafi hitt þar hið
rjetta. Að minnsta kosti segir B j a r n i T h o r a r e n-
s e n að Önundur væri engin skripamynd, heldur góð
mynd með fremur skörpum dráttum1. Hann hafði þá
dvalið í nærri 20 ár í Reykjavik og á Gufunesi og mátti
því þekkja, hvernig málið var þar syðra.
VI.
Til þess að skilja starf Baldvins rjettilega, verður
að gæta að því, að um 1830 var margt öðru visi á Is-
landi en nú á dögum. Hugsunarháttur manna var að
ýmsu leyti annar en nú. Margt af því, sem Baldvin
var að prjedika fyrir mönnum, var þá algjörlega nýtt á
voru landi, að minsta kosti fyrir alþýðu, en siðan hefur
opt verið rætt og ritað i sömu stefnu. Jarðabætur voru
þá nálega engar meðal almennings og enginn leiddi
mönnum þá fyrir sjónir, hve nauðsynlegar þær væru,
nje brýndi menn og hvatti til umhugsunar og fram-
kvæma. íslendingar voru á þeim dögum nærri alveg ó-
vanir öllum aðfinningum á prenti. Þeir voru ákaflega
hörundsárir og Baldvin varð að fara varlega. Hann hefði
ekkert getað á unnið og allra síst það, er hann vildi, ef
hann hefði eigi getað fengið bændur til þess að lesa rit
sitt. Hann finnur þvi venjulega að með mikilli hógværð
og biður bændur um að reiðast ekki, þótt sagt sje að
nokkrir þeirra sjeu »stífsinna og lítið upplýstir«, — svo
hafi hann sjálfur verið á yngri árum. — Það var algjör-
lega nýtt og þess engin dæmi, að maður fyrir innan
þrítugt ætlaði sjer að fara að ala upp þjóðina og finna
að við hana. Baldvin var uppi á breytingar og baráttu
1) Sbr. brjef 5. desbr. 1830 til Bjarna Thorsteinssonar.