Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 169
169
árum, en breytingarnar voru eigi komar til íslands. Hann
hafði alist upp í gamla tímanum, en hugur hans snerist
brátt allur að nútíðinni og framtíðinni, er hann kom til
háskólans. Hann var árið 1830 mestur nútímamaður
allra íslendinga, en þó hafði hann annan íótinn í fortíð-
inni. Þetta lýsir sjer best í ávörpum hans til lesendanna
i formálunum fyrir Armann, eða ávörpum hans og kveðj-
um í brjefum. Þá er hann biður um að senda sjer rit-
gjörðir, segir hann »þjer megið ekki gleyma því, elskuðu
og heiðruðu landar! að þjer, sem styrkið fyrirtækið, eigið
fult svo mikinn þátt i því eins og vjer eða meiri«.
Baldvin hefir mátt vita að þetta var of sagt, en það get-
ur verið að vaninn hafi eigi ráðið einn hjá honum, held-
ur hafi hann álitið hyggilegt og nauðsynlegt að ávarpa
og tala eins við almenning og hann var vanur að heyra.
Að eins einu sinni tekur hann svo djúpt í árinni að orð
hans verða smjaður. Það er í formálanum fyrir fjórða
árgangi. Hann segir að tímaritið hafi nú náð tilgangi
sinum og sje orðið »almennnr fundur Islendinga« og síð-
an bætir hann við: »Er þetta oss útgefurum engan veg-
inn að þakka, heldur yður, sem styrkið fyrirtækið með
öllu móti«. Þetta mátti Baldvin vita að var ekki satt og
gat varla verið það, því að hann vissi vel, hvað hann
vann og hver hann var og hver hjelt Armann uppi.
En hvað er þetta í samanburði við hina sterku santi-
leiksást Baldvins og hreinskilni, eða hinn brennandi á-
huga hans á framförum landsins og endurreisn þess, hina
einlægu ást hans til ættjarðarinnar og hina fordómslausu
elsku til alls þess, sem islenskt var og að einhverju leyti
nýtilegt. Ættjarðarástin veitir honum þrek til þess að
vinna á nóttunum föðurlandinu til heilla, þá er dagurinn
entist eigi til þess að ljúka við alt það, sem hann þurfti
að inna af hendi. Enginn Isleadingur skildi þá eins vel
og hann hve þýðingarmikið gott uppeldi barna var ogr