Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 171
og ávalt græskulaust; hann gerði það helst þá, er hann
minntist á einhverja heimskulega venju svo sem fordóma
Islendinga gagnvart því, að neyta kálmetis og kjötsoðs.
Hann ræður löndum sínum að bera sig að læra átið
heima, svo að þeir þurfi eigi að sigla til þess eins og
hann, því að það er of kostnaðarsamt og ómaksmikið1.
En í öllum aðfinningum Baldvins finst eigi eitt einasta
illkvitnisorð og eigi eitt einasta ósatt orð nje meiðandi
um einstaka menn, og er það eitthvað öðru visi en rit-
háttur sumra blaðanna nú á dögum.
Baidvin var vandfarið ög hann átti við ýmsa erfið-
leika að berjast. Þá er hann átti í deilum við prófessor
Rask út af þýðingu R a f n s af Jómsvíkingu afsögðu t. a.
m. margir í nágrenninu við Hvamm i Vatnsdal að kaupa
Armann framvegis. Menn gerðu þetta í hefndarskyni,
að því sem B j ö r n B I ö n d a 1 ritar, og segir hann einn-
ig að lítið þyki til Armanns komið2. Eins kuldalega og
Blöndal eða ver ritar sjera VigfúsReykda'l állofi
á Skagaströnd um Armann3. I brjefi einu minnist
Sveinn Pálsson í Vik á að málsmetandi landar á
Islandi muni narta í islenska bókmentavini ytra, og þyk-
ir honum það auðsjáanlega leitt Hann kveðst hafa heyrt
að stiptamtmaður K r i e g e r heimti álit sýslumanna um
Armann á alþingi. Sveinn veit eigi hvað satt er í þessu,
en ætlar að eitthvað búi undir þvi, ef satt er4.
Erfiðleikar Baldvins voru í raun rjettri mestir sök-
om þess að hann fjekk mjög lítinn styrk hjá löndum
1) Armann á alþingi, 2. árg. bls. 163—64.
2) Brjef Blömlals i Hvammi 7. septbr. 1831 til Finns
Magnússonar.
3) Brjef V. Reykdal 6. ágúst 1831 til sama.
4) Jeg bef eigi haft færi á að rannsaka þetta á skjölum
stiptamtsins á Islandi. Brjef Sveins Pálssonar er eigi dagsett, en
liklega-ritað i janúar 1830. Það er til Finns Magnússonar.