Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 172
172
sinum. Þeir voru daufir og studdu hann eigi. Jafnvel
annar eins fræðiniaður og Þ ó r ð u r S v e i n b j ö r n s-
son, er þá var sýslumaður í fjölmennustu sýslu lands-
ins Árnessýslu og siðar yfirdómari keypti hvorki Ár-
mann nje las. ^o. júlí 1831 ritar hann Finni Magnús-
syni að hann haldi eigi og hafi eigi sjeð Ármann. Hann
hafði þá komið út í 3 ár og var auk Skírnis eina tíma-
ritið, er þá kom út á islensku, og árgangurinn kostaði
einungis 64 skildinga1. Það segir sig nú sjálft að menn
eins og Þórður Sveinbjörnsson hafa eigi hvatt sýslubúa
sína til þess að kaupa eða styðja Ármann, en sem betur
fór voru bæði ýmsir sýslumenn og prestar meiri F]elags-
menn en hann, og almenningur var i sumum hjeruðum,
einkum á Norðurlandi, eigi nærri eins daufur og á Suð-
urlandi. Ármann náði þvi nokkurri útbreiðslu og sáði
ýmsum góðum frækornum meðal íslendinga. Og Bald-
vin hlaut að finna sáran til deyfðarinnar meðal lands-
manna; því segir hann við sjera Jón Konráðsson: »Hvað
hjálpar að tala við mina dauðu landa, þeir vilja ekkert
heyra um landsins gagn og nauðsynjar, en þegar talað er
um asnans skugga koma allir gapandi og vilja heyra.2
Svona voru viðtökurnar, sem Ármann fjekk hjá
flestum landsmönnum, heldur seinar og þungar eða alls
engar. Þrátt fyrir alla hógværðina var hann þó »hróp-
andans rödd í eyðimörku* eins og Baldvin sjáliur segir3.
Og margur heíði enn þann dag i dag gott af að lesa
Ármann á alþingi, því að margt fagurt og nytsamt má
af honum læra.
1) Skírnir 1832, VI, 123.
2) Brjef Baldvins 2. maí 1832 í Timariti Bókmentafjelags-
ins V, 250.
3) Brjef 2. oktbr. 1829 i Timariti Bókm.fjel. V, 247.