Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 173
173
VII.
A meðan Baldvin var að reyna að vekja þjóðina af
svefni og fræða hana um bjargræðisvegi hennar, snerist
hugur hans einnig að landsstjórnarmálum. Þá er hann
tók til starfa var engin umræða meðal landsmanna um
málefni landsins. Almenningur hugsaði alls eigi um þau
og embættismennirnir eigi heldur, nema einstaka undan-
tekning. Allur almenningur varð varla var við annað að
því er landsstjórn snerti, en að sýslumenn hjeldu mann-
talsþing og heimtu inn skatta, og að þeir og landsyfir-
dómurinn dæmdu mál manna. Löggjafarvaldið og yfir-
stjórn landsins sáu landsmenn eigi nje heyrðu. Engin
stjórnartíðindi voru til og að eins eitt litið mánaðarblað
hafði komið út í nokkur ár. Öðru vísi í útlöndum. Þar
voru blöð. Þótt einveldi grúfði yfir Danmörku og þar
væri enn einnig flest dautt og dofið eptir ófriðinn við
England, var þó mesti munur á því eða á íslandi. Þar
gátu menn fvlgst með því, sem gerðist í öðrum löndum.
Hinn pólitiski heimur, opnaðist fyrst fyrir Baldvin,
þá er hann kom til Hafnar. Frelsisbarátta Grikkja stóð
þá sem hæst og er það einkennilegt fyrir Baldvin hve
hrifinn hann varð af henni. Hann heldur að guð hafi
látið C a n n i n g verða stjórnarherra að eins til þess að
hjálpa Grikkjum, því að skömmu síðar dó hann og Eng-
lendingar iðruðust þá hjálparinnar. Hann verður gagn-
tekiun af N i k u 1 á s i Rússakeisara, af því að hann
hjálpaði Grikkjum og þröngdi Tyrkjum til friðar. Hann
líkir Grikklandi og íslandi tvisvar sinnum saman i öðr-
um árgangi Armanns, og skorar á landa sína að gjöra
uppreist á móti þeirra eigin vesaldómi.
Svo kom júlíbyltingin 1830 á Frakklandi, uppreist-
irnar í Belgíu, Póllandi og í smárikjunum á Ítalíu. Hon-
um finnst Pólverjar gera kraptaverk gegn Rússum. »011
veröldin er í uppnámi« ritar hann föður sínum 21. marz