Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 175
175
að gegna, svo hann varð að fresta því, að rita um mál-
ið þangað til um haustið. Þó hefir hann minnst á það
í brjefum til einstakra rnanna á Islandi þá unt sumarið,
svo setn við Bjarna Thorarensen.1 I nóvemberntánuði
um haustið ritar hann bækling á dönsku »Um h i n
dönsku fulltrúaþing sjerstaklega að því
er ísland snerti«.2 Hann kont út snemm.a unt
vorið 18.32 og er forntálinn dagsettur 30. marz. Segir
Baldvin að upphaflegac hafi það eigi verið ætlun sín að
láta ritgjörð þessa koma f}-rir alntenningssjónir, en er
Holstein greifi ljet í ljós þá skoðun, að ísland ætti
að fá þing fyrir sig í landinu sjálfu, og fleiri Danir tóku
í santa strenginn, ýtti það undir hann að gefa út bækl-
inginn til þess að skýra nánar skoðun þeirra. Hann tek-
ur þetta svo sterklega frant og telur svo mörg tormerki,
sent honum hafi fundist á því að gefa út ritgjörð þessa,
eflaust til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði skoð-
að sem nokkurs konar skilnaðartilraun og heimtufrekja af
hálfu íslendinga. Það var vandfarið á þeim dögum og
fengu suntir Danir að kenna á því.
llitgjörð Baldvins er bæði skarplega og skipulega
santin. Hún er besta ritgjörðin, sent þá var rituð um
fulltrúaþing á Islandi. Enginn höfðingjanna, sem áttu að
segja álit sitt unt málið, gerði það eins vel og þó rituðu
suntir þeirra alllöng og að ýntsu leyti góð erindi um það.
Það er þvi fróðlegt, bæði til þess að þekkja Baldvin og til
þess að sjá, hve langt þeir menn gengu í þá daga, sent
fóru lengst, að athuga hvernig Baldvin rökstyður skoðun
sína og hugsar sjer fulltrúaþinginu háttað.
1) Sbr. Tlmarit Bókmentafjelagsins X, 145.
2) Bæklingurinn heitir: Om de danske Provindsialstænder
med specielt Hensyn paa lsland af Baldvin Einarsson, cand. juris.
Kjöbenhavn. Eorlagt af Universitetsboghandler C. A. Reitzel
1832. 40 bls. 8.