Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 178
178
hann minnir á að nefndarmennirnir hafi eigi fengið svo-
mikið eptir Jónsbók. Hann játar að vísu að þetta kunni
að vera nokkuð lítið fyrir embættismennina, en segir að
þeir verði að sætta sig við embættislaunin. Hann vill
eigi að þingmenskan verði eptirsóknarverð sökum laun-
anna. Sú ánægja að njóta trausts meðborgara sinna og
meðvitundin um að koma einhverju góðu til leiðar verð-
ur að bæta upp þingfararkaupið.
Hús handa þinginu hjelt hann að mundi kosta tvær
til þrjár þúsundir rd. Ef .það yrði reist úr steini, yrði
það dýrara, en þó væri það betra. Það gæti orðið ó-
dýrt á þann hátt að hver sýsla legði til jafnmarga menn
til þess að smiða húsið, eins og fulltrúar þeir væru, sem
hún sendi á þing. Viðurinn í húsið, flutningurinn á honum
og kaup múrmeistara yrði þá hið helsta af kostnaðinum.
Grjót væri ágætt á staðnum, og þessi kostnaður væri að
eins í eitt skipti fyrir öll. Aptur á móti yrði kostnaður-
inn meiri, eí fulltrúar væru sendir til Sjálands. Einn
fulltrúi kostaði 800 rd., ef þing yrði haldið um veturinn,
og hann gæti farið utan að haustinu og komið heim
aptur að vorinu. Ef þingið væri haldið um sumarið,
yrði fulltrúinn að vera hálft annað ár að heiman og kost-
aði þá meira en helmingi meira. Þetta yrði því þrem til
sex sinnum dýrara, þótt fulltrúarnir yrðu að eins þrír.
Þá talar Baldvin um fyrirkomulag þingsins og minn-
ist fyrst á kosningarrjett og kjörgengi. Hann leiðir rök
að því, að eigi sje rjett að binda kosningarrjettinn við
jarðeigendur eina, heldur sje sanngjarnt að leiguliðar fái
hann einnig; það megi takmarka hann við skattskvldu
þeirra eða öllu heldur við ákveðna hundraðatölu aftíund-
arbæru fje. Það sje föst og ákveðin takmörk, sem nái
um alla jarðeigendur og leiguliða, sem eigi nokkur efni,
en útiloki fátæka leiguliða, tómthúsmenn og alla þá, sem
eigi eru heimilisfeður, nema þeir sjeu jarðeigendur.