Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 180
i8o
vildi hann að íslensk mál væru borin undir þing Eydana,
en hann áleit að gott væri, að islenskur lögfræðingur,
sem hefði verið embættismaður á íslandi, og þekti vel
land og lýð, fengi embætti í Kaupmannahöfn, til þess að
stjórnin gæti leitað skýringar hjá honum um málefni
landsins, er hún vildi.
Baldvin mun hafa talið líklegast, að konungur mundi
skipa stiptamtmanni að taka á móti samþyktum þingsins;
til hans hefur þá forseti átt að ríða af þingi ásamt nokkr-
um þingmönnum og afhenda honum málin
Mörgum Dönum þótti ritgjörð Baldvins góð, þar á
móti þótti einstaka Islendingi í Kaupmannahöfn hún ó-
nýt, einkanlega þeim, sem vildu helst óska að hún hefði
verið það, Baldvins vegna, »því börn mæla opt sem vilja«t.
Heima á íslandi fjellust margir á skoðanir Baldvins um
fulltrúaþingin, en enginn varð glaðari yfir ritgjörð hans en
Bjarni Thorarensen. Hann fylgdi því svo fast fram að
Island fengi fulltrúaþing, að Magnús háyfirdómari
Stephensen skrifaði til Kaupmannahafnar, að Baldvin
væri raust hans og »handlangari«1 2 3 * * *. Hann var einna á-
kafastur á móti endurreisn alþingis og þó voru margir
meðal embættismannanna syðra, sem vildu að ísland fengi
eigi neitt þing, og vestra lagðist Bjarni amtmaður Thor-
steinsson mjög á móti því, en hann var svo vel gefinn,
að hann studdi Baldvin, þótt þeir væru sinn á hvorri
skoðun, og gætu sumir íslendingar lært af honum enn
þann dag i dag8.
1) Brjef Baldvins 2. maí 1832 i Timariti Bókmentafje-
lagsins Y, 250.
2) Brjef 13. júni 1832 til Finns Magnnssonar.
3) Um skoðanamun þeirra Baldvins og Bjarna Thorsteins-
sonar sjá hið merkilega brjef Baldvins 27. septhr. 1832, prentað
i Timariti Bókmentafjelagsins X, 241—252. Þvi miður er brjef
þetta ekki gefið vel út; það vantar i það hálfar og heilar setn-