Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 181
181
Baldvin ritaði einnig um fulltrúaþingin á íslensku í
íjórða árgangi Ármanns og flutti þar tilskipunina. Hann
reynir þar einkum að gera almenningi ljóst, hve nauð-
synlegt sje að fá þing í landinu sjálfu, og var þess eigi
vanþörf, ekki síst sökum þess að ýmsir hinir heldri em-
bættismenn voru þvi andstæðir og óttuðust að það mundi
valda afarmiklum óróa. Til þess að koma í veg fyrir
misskilnin^, brýndi hann það fyrir mönnum, að konung-
ur ætli eigi að rýra einveldi sitt, þótt hann setji fulltrúa-
þing á stofn. Einnig brýndi hann það rækilega fyrir
mönnum, að það væri eigi að eins leyfilegt samkvæmt
prentfrelsislögunum, að láta skoðun sína opinberlega • í
ljós um það, sem kynni að efla velferð þjóðarinnar, held-
ur væru menn nú hvattir til þess af konunginum. Bald-
vin gat einnig um að Holstein greifi og aðrir merkir
menn meðal Dana hefðu látið þá skoðun í ljós, að rjett
mundi vera að Island fengi þing fyrir sig í landinu sjálfu,
svo að menn sæu, að þetta væri ekki einungis uppfundið
af honum.
í þessari ritgjörð varð Baldvin fyrst og fremst að
skýra fyrir almenningi ýms frumatriði málsins, sem flest-
ingar. A bls. 247, línu 17. og 18. a. o. stendur: „Eg neita þvi
þvert, og þvi, að á öllu þessu briddi nú þegar“, en á að vera:
„Eg neita þvi þvert, því að á öllu þessu briddir nú þegar, og
sumt er þegar fullvist; og alltent verðr nokkuð ágengt“. Bls.
248, 2. linu a. o. á eptir „beiminn11 vantar: „Frökkum er borið
hið sama, þó hafa þeir marga dugnaðarmenn11. Bls, 251, lína 6—
9 á að vera þannig: „Hvörr embættismaðr þar og einkanlega
amtmennirnir verða að hafa heilt Cancellievit, ef þeir eiga
að duga eins og hvorsdagsmennirniri Danmörku,
því stjórnin hér sér með þeirra, ekki með sinum eigin augum“.
A bls. 248, línu 5 a. o. stendur: „mundu að líkindum“; á að vera:
„mundu fara að likindum“. A bls. 246, línu 15 a. o. stendur
„tíðr meðal“, á að vera: „tíðr á meðal“, og i línu 26 „i stálham11,
& að vera „i sínum stálham“.