Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 182
i82
um mentuðum mönnum eru ljós; í dönsku ritgjörðinni
þuríti hann þess eigi, því að hún var ætluð fróðari mönn-
um; i henni gat hann því lýst miklu betur, hvernig full-
trúaþingi skyldi háttað á íslandi, og hún er þvi nú miklu
meira verð en íslenska ritgjörðin.
vm.
Eins og fyr er sagt hafði Baldvin byrjað að stunda
lögfræði, þá er hann hafði tekið annað háskólapróf haust-
ið 1827. Alt það, sem hjer hefur verið sagt frá, voru
hjáverk hans á námsárum hans, því að lögfræðisnám
sitt stundaði hann eigi ver en aðrir, og auk þess lagði
hann töluverða stund á náttúrufræði. 28. febrúar 1828
sótti Baldvin um styrk til sjóðsins »ad usus publi-
c o s« til þess að hlíða á fyrirlestra í steinafræði, grasa-
fræði og eðiisfræði, og kveðst hann hafa verið ákveðinn
i að afla sjer þekkingar í náttúrufræði, þá er hann kom
til háskólans. Hann fjekk engan styrk i það sinn, þvi
að aðrir íslendingar nutu þá þess styrks, sem íslending-
um var ætlaður til náttúrufræðisnáms. Arið eptir sótti
Baldvin aptur um styrkinn og með konungsúrskurði 2.
júní 1829 voru honum veittir 150 rd. á ári frá 1. júlí
1829 í þrjú ár til þess að stunda náttúrufræði.1 A þess-
um árum hlustaði hann á fyrirlestra hjá prófessor R e i n-
h a r d t um fuglana i Evrópu, prófessor Bredsdorff
um steingjörvinga, prófessor Ö r s t e d um aðalatriðin í
efnafræði, á prófessor Z e i s e um organisk efni og á
prófessor Forchhammer um efnafræði. Einnigtók
hann þátt í efnafræðis-æfingum Forchhammers á tilrauna-
stofu fjölfræðisskólans (Polytekniska skólans) og hlýddi á
professor Örsted um rafmagnsfræði, galvanisme og magn-
1) Öll þessi skjöl eru við nr. 586 F. a. u. p. Journal 6.