Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 183
i83
■etisme. Af þessu má ráða að hann hefur á námsárum
sínum aflað sjer töluverðs fróðleiks i náttúrufræði, þótt
það hafi eigi getað verið nema í molum, þar sem hann
varð að stunda lög og rita Armann í hjáverkum og lesa
alt, sem hann þurfti til þess.
Til þess að geta ritað Ármann þurfti Baldvin eigi
að eins að kynna sjer fornsögur vorar, heldur og hið
helsta af bókmentum landsins á 18. öld. Hann vitnar í
þvi nær öll þau rit, sem komu út á 18. öldinni og
snertu eitthvað framfarir landsins, atvinnuveg þess og hag.
Það er satt sem hann segir 2. október 1829 í brjefi til
sjera Jóns Konráðssonar: »Jeg er altaf að leggja mig ept-
ir að þekkja ástand landsins og karakter íólksins, og er
eg þegar sæmilega heima i þvi, eptir því sem er að
gera, því fáir hafa þekkt það rjett1*.
Baldvin skipti þannig kröptum sínum á milli þriggja
greina, lögíræði, náttúruvísinda og íslands. Lögfræðin
var skjddunám hans, fræðin um ísland var vildarnám
hans og náttúruvísin voru nauðsynjanám til þess að hann
gæti unnið Islandi sem mest gagn og endurreist þjóðina
úr gömlum vesaldómi. En auk þessa vann Baldvin ým-
islegt fleira. Vorið 1829 var hann kosinn varaskrifari í
Bókmentafjelaginu í Kaupmannahöfn og R a s k, sem var
forseti fjelagsins, fjekk hann þá til þess að semja Skírnir
fyrir það ár og til sumarmála i83o (4. árgang); vitnaði
Rask að hann hafi leyst það af hendi »með sinni venju-
legu málsnild«.2
Árið eptir (1830) varð hann skrifari í Bókmenta-
fjelagsdeildinni og var það til dauðadags. Það ár gekk
faann í fornfræðafjelagið. Árið eptir komst hann í harða
ritdeilu við prófessor Rask útaf þýðingu prófessors
1) Tímarit Bókmentafjelagsins V, 247.
2) Skírnir IV, 77.