Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 186
186
íjellu um koll, þá er Baldvin dó. Hann einn var sú
máttarstoð, sem hjelt hvorttveggju uppi.
Vorið 1831 bárust fregnirnar heim til íslands um
deilu Baldvins og Rasks, um stofnun bræðralagsins Al-
þingis og um uppreistina í Belgíu og fleiri frelsishreifing-
ar. Höfðingjarnir flestir og skólagengnir menn urðu
reiðir við Baldvin út af deilunni og hræddir við stofnun
bræðralagsins og frelsishreifingarnar i útlöndum. J ó n
skólameistari J ó n s s o n ritar Finni Magnússyni á þessa
ieið þá um sumarið: »Allir hjer syðra, sem vit hafa um
að dæma, að undanteknum máske einum (d: konsist—
(orialassessor) G(unnlaugur) O(ddsson) og jeg veit eigi
um Ass(essor) (Bjarna) Th(orarensen)) voru sem slegnir
reiðarslagi af gremju yhr því, og misbilligede landanna
fyrirtæki i einu og öllu, bæði í hlutdeild þeirra í stríð-
inu, bókmenta(fjelags) embættisvalinu og alþingisklubbs
stofnuninni. Alþing kafnar þar sannlega undir nafni; en
hans 0: alþ. klubb. minning mun og sem útslett, þvi
heyrt hefi eg að margir landar smátt og smátt drægi sig
út úr honum, og að synir m(ínir)1 hafi verið með þeim
fyrstu, sem þegjandi drógu sig út úr honum, sem gleður
mig. Þeir sjálfir nefna klubben annars ekki með einu
einasta orði«.2 3 * Bjarni amtmaður Thorsteinsson óskar
þess helst að Hannes frændi þeirra hjóna, sonur Stein-
r grims biskups, »komi ei í illan soll og að hann leiði sig
1 framhjá því nýja alþingi í Khöfn*.8 Árni Helgason
V minjrist á við Rask, að þeir hafi frjett að íslenskir náms-
menn hafi stofnað klúbb, og segir að allir sjeu »við það
fyrirtæki hræddir, því þess meira óvit saman kemur,
1) Þ. e. Markús og Asmundur, sem báðir urðu síðar prest-
ar i Odda á Rangárvöllum.
2) Brjef 24. júli 1831.
3) Brjef Bjarna Thorsteinssonar 28. ág. 1831 til Finns
Magnússonar.