Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 187
þess meiri verður heimskan*.1 Það var líka nokkuð að
óttast, en margir voru svona í þá daga, að þeir óttuðust
hverja breytingu og hvert lifsmark.
Allir íslendingar urðu þó eigi óttaslegnir. Bjarni
Thorarensen varð mjög glaður, er hann frjetti af stofn-
un alþingis meðal stúdenta. »Guð blessi alþingi yðar«
ritaði hann Baldvin, »því er miður, að margir lasta það,
en sú skömm skal mig aldrei henda«. En Bjarni Thor-
arensen þótti líka ógætinn maður á meðal höfðingjanna
syðra; þó var óaðgætni hans eigi meiri en svo, að hann
fer að ráða Baldvin til þess að fá danskan mann fyrir
forseta i alþingi þeirra, til þess að enginn gæti sagt að
það væri óvinveitt skilnaðartilraun frá Dönum. Hann að-
varar einnig Baldvin og segir: »allra augu horfa á yður,
og því miður munuð þjer sem sumir aðrir reyna, að það
er satt: »de middelmádige hoveder hade og frygte de
gode!« og nátthúfur og læpumenni hata ætíð fjörmenn
og framkvæmdarmenn«. Hann gerir sjer von um að al-
þingi námsmanna verði jafnvel vísir til endurlifgunar
þingsins við Oxará, og biður Baldvin að stefna að því2 3.
Sumir stúdentar í Kaupmannahöfn fengu aðvörun
frá feðrum sínum eða frændum meðal embættismannanna
á Islandi um að varast þennan voðalega »klúbb« ogkoma
eigi nærri honum*. Nokkrir þeirra gengu einnigúrhon-
um, en þeir voru flestir, sem fylgdu Baldvin og þótti
hann halda vörn uppi fyrir hönd Islendinga í deilunni
út af þýðingu Rafns.
Baldvin vissi það vel hvaða hug flestir höfðingjarn-
ir á íslandi báru til hans. í brjefi z). apríl 1831 til
Bjarna Thorsteinssonar segir hann, að hann sje sá einasti
1) Tímarit Bókmentafjelagsins IX, 105.
2) Sbr. brjef Bjarna Thorarensens 25. ágúst 1831 til Bald-
vins. Timarit Bókmentafjelagsins X, 144.
3) Sbr. Timarit Bókmentafjel. IX, 105.