Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 188
188
höfðingi á íslandi, (þegar hann undantaki justitsráð Bjarna
Thorarensen), sem sje honum meðmæltur og sá einasti
höfðingi á íslandi, hvers orð v e g a h j e r nokkuð. Þess
vegna leitar hann til hans um meðmæli. Þetta er þó
svo snemma að frjettirnar um deiluna við Rask voru
varla komnar til íslands. En það mun eigi hafa þurft
þá deilu til þess að sumir höfðingjarnir yrðu óánægðir
með Baldvin. Það er að minnsta kosti nærri sanni, sem
hann skrifar föður sínum um haustið 18^ i eða vorið
1832, — brjefið er eigi dagsett. — Hann getur þess að
margir höfðingjar heima einkum á Suðurlandi hafi skömm
á sjer og segii »þeim mun þykja að það beri ofmikið á
mjer við hliðina á sjer. þeim mun þykja það að, að eg
held ekki að mjer höndum eins og þeir, það sem Island
áhrærir. Eg hræðist ekki óvild þeirra, sem er lítilsvirði,
gæti eg áunnið mjer meira en almennan þokka hjá al-
menningi, hann er miklu meira verður, og þá væri eg
ánægður«.
Hjer verður að gæta að því að Baldvin talar við
föður sinn. Honum mun hafa þótt sonur sinn eigi á-
valt svo gætinn sem skyldi. Eðlilega leiddi af því að
Baldvin benti á það, sem kynni að vega upp á móti ó-
vild höfðingjanna. Fyrir jafnduglegan mann og vitran
sem Baldvin var óvild höfðingjanna eigi hættuleg, en
þokki almennings var hins vegar eigi mikilsvirði, því að
almenningur var svo daufur og dáðlaus, að hann hefði
enga hjálp veitt Baldvin, þótt hann hefði þurft á að halda.
Almenningur lá i svefn-fjötrum og einungis ef hann
vaknaði og neytti orku sinnar, gat verið styrkur að þokka
hans. Þetta hefur Baldvin hlotið að sjá, en þótt hann
kæmist svona að orði við föður sinn, vann hann eigi til
þess að afla sjer þokka almennings, heldur til þess að
þoka þjóðinni áfram.
Kaupmennirnir vorir einnig reiðir við Baldvin sjer-