Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 189
189
staklega út af ræðu Ármanns og aí þvi að hann fann að
úönskuslettunum; en af þeim flestum var þó einskis góðs
að vænta íslandi til handa. Baldvin gerði eigi heldur
ráð fyrir því að þeim mundi líka við hann, allra síst
þeim, sem þóttust vera yfirmenn bænda, en eins og
hann segir í nýnefndu brjefi til föður síns, gat hann eigi
gert hvorttveggja í einu »s a g t satt og lotið þeim
1 i k a. Þeirra bölv. danska sligar ísland að lokunum«. Um
1830 var margfalt meiri ástæða en nú til þess að óttast,
að danskan mundi spilla og jafnve! eyðileggja íslenskuna.
IX.
Baldvin hafði ætlað sjer að taka próf í lögum vorið
1831; og svo langt var það komið, að hann var búinn
að senda bónarbjef um það til lögfræðiskennaranna, en
seinustu dagana rjett fyrir próf varð tengdamóðir hans i
miðjum mars mánuði dauðveik og andaðist hún 22. mars.
Baldvin var þá kvongaður og kona hans óljett og komin
að falli; eignaðist hún son 29. mars. Baldvin varð því
að vaka á nóttunum yfir sjúklingum og tafðist frá öllum
lestri þá dagana, svo að hann gat eigi gengið upp í það
sinn, en var hins vegar ekki orðinn enn svo sterkur í
lögfræðinni, að hann hefði eigi orðið að treysta nokkuð
á lipurleik og munninn.1 Þennan vetur ritaði hann
mestallan þriðja árganginn af Ármann í hjáverkum og
fyrri hluta þessa árs átti hann í deilunni við Rask og
hafði hún einnig tafið hann nokkuð frá lestri, þótt það
hefði verið minna, en vænta mátti.
Þá er Baldvin fór fyrst utan var hann trúlofaður
Kristrúnu dóttursjera Jóns á Grenjaðarstað,
sem síðar varð kona sjera Hallgríms Jónssonar á Hólmum
1) Brjef Baldvins 21. mars 1831 til föður hans.