Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 192
192
landske Lov Graagaasen, sem prentuð var eptir andlát hans
í Juridisk Tidsskrift, 22. bindi (1S34), bls. 1 —146 og
277—360. Allmikið af ritgjörð Baldvins er að vísu, eins
og hann sjálfur segir, útdráttur úr ritgjörð J. F. G. Schleg-
els fynr framan Grágás, en hún ber þó vitni um hina
miklu elju Baldvins, fróðleiksfýst hans og fjölhæfi. Einn-
ig eru i henni með ýmsar góðar athuganir, þótt hún
hafi nú varla nokkuð vísindalegt gildi, sem eigi er held-
ur von á. Alt það, sem snerti sögu landsins, einkum í
atvinnugreinum og efnahag þjóðarinnar, stundaði Baldvin
einnig; hann vildi jafnan athuga það, sem reynslan kendi,
til þess að alt yrði sem traustast, er hann reisti. Hann
ritaði einnig þennan vetur (1831 — 32) álit um þýðingu
þá á dönsku, sem H a 11 d ó r sýslumaður Einarsson
ljet prenta af ritgjörð Hannesar biskups Finns-
sonar »um mannfækkun af hallærum«; er ritgjörð Bald-
vins prentuð i »Maanedsskriýt Jor TJtteratur* VIII, 209—
244 (1832).
En Baldvin auðnaðist ekki að starfa lengi fósturjörð
vorri til heiila og framfara. Öndverðlega í desember-
mánuði 1832 stóð ljós á borði fyrir framan hvílu hans
um morgun um fótaferðartíma: borðið valt um koll, en
ljósið náði til rúmtjaldsins og funaði það upp í einu vet-
fangi. Hann stökk þá upp því nær alls nakinn úr rúm-
inu, reif tjaldið ofan og gat slökkl eldinn, en skamm-
brendist svo við það, bæði á höndum og fótum, að hann
lagðist jafnskjótt rúmfastur og reis eigi á fætur síðan.
Hann lá í sárum rúmar átta vikur og skiptust landar
hans til að vaka hjá honum, því að kona hans varð
ljettari um það skeið. Hann leið mikið. Kraptar líkam-
ans þverruðu dag af degi og voru öldungis þornir, þá
er hann andaðist; voru þá hendurnar orðnar heilar og
annar fóturinn, en annar ekki. Sálin hjelt samt fjöri