Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 193
193
sínu og kröptum óskeríum fram í andlátið. Hann and-
aðist 9. febrúar 1833, er hann hafði hálfnað 32. árið1.
Hið síðasta, sem jeg heíi sjeð eptir Baldvin, er uni-
sókn hans 30. desember 1832 til sjóðsins »ad usus publi-
cos«. Hann lá þá í sárum og sækir um 350 rd. um
eitt ár til þess að ljúka við nám sitt á polytekniska skól-
anum. Hann hefir ritað umsóknina sjálfur, þótt hönd
hans hafi annan svip en vanalegt er, af því að hann rit-
ar í rúminuj Með umsókninni fylgdu mjög góð með-
mæli annað frá náttúrufræðingnum H. C. Örsted, dag-
sett 10. janúar 1833, hitt frá lögfræðingnum K o 1 d e-
rup llosenvinge, dagsett 11. janúar 1833. Nú er
auðsjeð að Baldvin var fatlaður, því að nærri tvær vikur
Jiðu frá því að hann ritaði umsókn sína og þangað til
haun gat sent hana af stað. Kolderup Rosenvinge segir
að hann hafi stundað nám sitt með mikilli iðni og að
hann hafi sýnt bæði með prófum sinum og ritgjörðum
að hann hafi bæði góða þekkingu og óvenjulega miklar
gáfur. Það megi vænta mikils af honum bæði fyrir vís-
indin og föðurlandið. Þess vegna hafi háskólaráðið veitt
honum Hurtigkarls styrkinn i fyrra.
Stjórn sjóðsins lagði til 2. febrúar 1833 í álitsskjali
sínu að Baldvin væru veittir 330 rd. Kveðst hún eigi
geta annað en álitið hagkvæmt, — eins og Baldvin hafði
drepið á í urnsókn sinni, — að ljúka við það verk, sem
töluvert fje væri búið að kosta upp á, nefnilega að ala
upp svo duglegan náttúrufræðing, að síðar mætti nota
hann til þess að rannsaka rækilega náttúru íslands, sem
væri mjög lítið kunn, og til þess að útbreiða náttúruvís-
indi og verklega þekkingu á íslandi.
1) Skírnir 1833, VII, 67. Ný Fjelagsrit VIII, bls. XIII.
Umsókn ekkju Baldvins 13. apríl 1833, Finansdeputationen J.
1833, nr. 2034.
13