Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 195
>95
háskólans og ýmsir aðrir sendu henni töluverðan pen-
ingastyrk. Með konungsúrskurði 7. júní 1833 voru henni
veittir 50 rd. og aptur sami styrkur með kgsúrsk. 16.
nóvbr. 18331 2. 14. febr. 1835 fjekk hún 100 rd. á ári í
4 ár til uppeldis Einari syni sínum. Sumarið 1838 gipt-
ist hún manni, sem hjet Lohse, og var þá fullvaldur
í General-Tollkammerinu. I árslok það ár var hann sett-
ur tollgæslumaður í St. Margaretheu í Holstein og fluttu
þau hjónin þá þangað*. Hann fjekk síðan það embætti og
dvaldi þar síðan. Til þeirra fór Einar litli, er hann kom
frá Islandi og þannig atvikaðist það, að sonur Baldvins
Einarssonar varð þjóðverskur þegn og embættismaður,
en ávalt ber hann þó hlýjan hug til íslands og sonur
hans eigi síður.
Það segir sig sjálft, að fráfall Baldvins var þungt
fyrir ekkju hans og nánustu vandamenn, en andlát hans
vakti einnig almenna sorg meðal landa hans í Kaup-
mannahöfn og þeirra manna á íslandi, sem kunnu að
meta hann og skildu hvílíkur afbragðsmaður hann var.
Þeir sáu best hvílíkur skaði það var fyrir fósturjörðina
að missa hann þegar á hinum fyrstu manndómsárum
hans, og harmurinn varð því meiri, því betur sem menn
skildu þetta.
Fregnin um bruna og andlát Baldvins kom jafn-
snemma til íslands. Þá er Bjarui Thorarensen heyrði
það, kvað hann þessa vísu, sem margir kunna:
ísalands
óhamingju
1) Finansdeputationen Nr. 2034 og 3651 Journal 1833.
2) Finansdeputationen Nr. 3022 og 4153 Journal 1838.
Sbr. Statssekretariat for Naadesager 1284/1847, henlagte sager,