Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Qupperneq 196
verður allt að vopri,
eldur úr iðrurn þess,
ár úr fjöllum
breiðum byggðum eyða.
Hann ætlaði að kveða meira, — þetta er að eins
upphafið, — en það er eins og sorgin hafi synjað hon-
um máls. Jón Espólín orti eptir Baldvin, og í
Skírni (18-53) er hans tninnst með miklum söknuði, en
mjög litið er minnst á lát hans í þeim brjefum, sem jeg
hef sjeð frá íslendingum heima, það ár, sem hann dó.
Fáum árum síðar minntist Jónas Hallgrimsson hans fag-
urlega í Saknaðarljóðum, sem út komu í Fjölni (1837).
Bestu menn landsins hörmuðu fráfall Baldvins, og
það var full ástæða til þess, því að hann var »sönn
gersemi lands vors«, eins og Bjarni Thorarensen sagði
um hann í lifandi lífi.1 Baldvin vildi endurbæta alt, sem
helst þurfti endurbóta við, og hann vildi nota bæði fram-
farir nútímans og gamlan þjóðlegan grundvöll, þar sem
það átti best við hjá oss. Þrátt fyrir ást hans til þjóð-
veldistímans, sýndi hann þó best hve mikill nútímamað-
ur hann var, er hann tók þegar að stunda náttúruvísindi
af kappi, þá er hann hafði lokið laganámi sínu, til þess
að hann gæti siðan fengið sem fullkomnasta þekkingu á
náttúru landsins, frjósemi þess og afurðum og stutt at-
vinnuvegi landsmanna sem best með ráðum og dáð.
Það gegnir furðu hve mikið Baldvin fjekk unnið í
hjáverkum sínum á einum fimm árum, þá er hann hafði
tekið annað próf, og öll þessi ár voru námsár. Það er
auðsætt að slikt hefði verið ómögulegt fyrir hann, ef
hann hefði eigi verið fullþroskaður maður, þá er hann
1) Brjef 22. nóvbr. 1832 til Bjarna Thorsteinssonar, shr.
hrjef Bjarna til Baldvins 25. ágúst 1831, í Timariti Bókm.fjel.
X, 141.