Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 198
„Ættartölur frá Ragnari loðbrók11.
Eftir
jfón prófast Jónsson.
í »íslendinga sögu« I. 234 segir hr. Bogi Th. Mel-
steð: »Islendingum er ðhætt- að hætta að telja ættir sin-
ar til Ragnars loðbrókar, því að engin vissa er fyrir því,
að nokkur þeirra sé af honum kominn, og áreiðanleg
vissa fyrir því, að flestir, sem talið hafa ætt sína til hans,
eru ekki af honurn komnir«. Við fyrra atriðið er ekk-
ert að athuga, en hitt má ekki láta vera mótmælalaust.
Hver er þessi áreiðanlega vissa, sem B. Th. M.
talar svo drýgilega um? Hefir hann fundið nokkur ný
rök fyrir tilveru »Ragnars loðbrókar« (t. d. i írskum ár-
bókurn eða steinletrunum) r Það litur svo út, því að
hann segir (á 232. bls.): »Víst er, að maður með því
nafni (d: Ragnar 1 o ð b r ó k) var uppi á fyrri helmingi
9. aldar«. Hn einmitt þetta hefir hingað til verið alls-
endis óvíst. »Frægur víkingaforingi«, er frakkneskar ár-
bækur geta um árið 845, er að eins nefndur Ragnar, og
G. Storm hefir fært rök til þess, að það sé ólíklegt, að
hann hafi verið faðir »Loðbrókarsona« þeirra, er enskar
frásagnir geta um (Kritiske Bidrag til Vikingetidens His-
torie 86. bls.). Það verður ekki séð á »íslendinga sögu«,
hvort B. Th. M. hyggur hann sama mann og »Raghnall