Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 202
202
ur víst fáum í hug að setja á bekk með Landnámu sem
heimildarrit, eða að halda því fram, að »Ragnar loðbrók«
(x einhver fornmanna þeirra, er standa á bak við nafn
þetta) hafi eigi átt neina d ó 11 u r (eða »Loðbrókar syn-
ir« enga s y s t u r), a f þ v í a ð þ æ r telja eigi upp nema
s o n u hans. I enskum ritum er þó getið um 3 dætur
»Loðbrókar«, er uppi hafi verið á seinna helmingi 9. ald-
ar. Aðalröksemdin gegn þessari ættartölu á líklega að
vera sú, að B. Th. M. þykir hún ekki sennileg, en hvers
vegna ætti mönnum að þykja hún ósennilegri en t. d.
ættnrtala Vilborgar konu Þórðar skeggja, sem B. Th. M.
rengir ekki, eða ættartala Hlífar, ömmu Helga magra,
sem hann virðist taka gilda, því að hann segir, að Hlíf
hnfi verið »af konunga-ætt« (16C. bls.). — Það hefði
ekki verið neitt tiltökumál, þótt hr. B. Th. M. hefði
sagt um ættartölurnar frá »Ragnari loðbrók«, aðþærværi
ósamkvæmar hver annari og óáreiðanlegar, og bágt að
vita, hver fótur væri fyrir þeim, en að drótta því að
beztu fræðimönnum þjóðar sinnar, að þeir hafi viljandi
gylt sig með lognum ættartölum, — það hefði hann átt
að láta ógjört, unz hægt var að sanna það, þótt hann aldrei
nema skrifi fyrir Dani jafnt og Islendinga.