Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 203
Tímaritið Skírnir,
Nefndarálit
um breyting á Skirni og Timariti Bókmentafélagsins.
A siðasta aðalfundi Reykjavíkurdeildar Bókmentafé-
lagsins, 8. júli 1903, var stjórn félagsins falið að taka
til íhugunar, hver leið mundi greiðust til að fjölga fé-
lagsmönnum og afla félaginu meiri alþýðuhylli en það
nú nýtur; voru 3 félagsmenn kosnir til að verd í ráðum
með stjórninni (Guðm. Björnsson, Guðm. Finnbogason,
og Þorst. Erlingsson).
Því hefir verið hreyft, að hnignun félagsins sé því
að kenna, að umboðsmenn þess fái of litil umboðslaun,
sem sé 15°/0, eða 10°/0 minna en bóksalar fá alment út
um land, h-irði þeir þess vegna lítið um að örva menn
til að ganga í félagið, eða selja bækur félagsins, en oti
meir fram öðrum bókum, sem veita þeim meiri arð.
Aðrir hafa álitið, að erfiðleikarnir stafi af því, að
bækur félagsins eru flestar ekki við alþýðuhæfi. Þvi
verður ekki neitað, og hvggjum vér að þ a ð sé að-
almeinið.
Það er að vísu samhuga álit vort, að höfuðætlun-
arverk félagsins eigi jafnan að vera, það, að halda á lofti
þjóðlegum vísindum; en hins vegar teljum vér líka nauð-
synlegt að félagið gegni kröfum tímans, gefi út fræðandi
rit, er séu við alþýðu hæfi, og geti áunnið félaginu al-