Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 204
204
þýðuhylli. Hyggjum vér að þeirri kröfu verði bezt full-
nægt með þvi, að félagið gefi út eitt, vandað alþýð-
legt tímarit.
Tímarit það, er félagið hefir gefið út undanfarin
24 ár, hefir aldrei verið haft í miklum metum af alþýðu
manna, og mun orsökin vera sú, að þetta rit hefir ekki
verið nægilega fjölskrúðugt að efni, enda flutt mjög mik-
ið af vísindaritgerðum, sem margar hefðu betur átt heima
í Safni til sögu Islands. Um Skírni er það kunnugt, að
mjög margir félagsmenn hafa æskt þess, að félagið hætti
að gefa hann út. Hvorugt þessara tímarita hefir verið
keypt af utanfélagsmönnum, svo að nokkru nemi.
Það mun sanni næst, að alþýða manna nú á dög-
um í mentuðum löndum hafi mestan sinn fróðleik úr
blöðum og tímaritum, þá er skólunum sleppir. I öðrum
löndum, þar sem blaðamenska er komin á miklu hærra
stig en hér á landi, er engu að síður álitið, að góð tíma-
rit séu lífsnauðsyn fyrir menningarlíf alþýðunnar.
Hér á landi eru nú uppi tvö tímarit almenns efnis,
auk þeirra, sem bókmentafélagið gefur út, en vér getum
ekki álitið að þau, fremur en tímarit félagsins, bæti úr
þessari þörf.
Gott alþýðutímarit þarf að vorri hyggju að vera
margbreytt að efni, en ritgerðirnar yfirleitt stuttar. Það
má ekki að neinu leyti gefa sig að stjórnmálabaráttu —
ekki vera pólitiskt. Það ætti að flytja Ijóst samdar rit-
gerðir um framfaramál þjóðarinnar, einkum þau, er lúta
að endurbótum á mentun hennar og atvinnuvegum, og
seilast eftir áliti þeirra manna, er mesta og bezta hafa
þekkinguna i hverri grein. Það ætti ekki að þurfa að
flytja ítarlegar almennar fréttir, hvorki innlendar né út-
lendar — það gera nú dagblöðin —, en hins vegar ætti
það að flytja alþýðu manna fréttir af verklegum framför-
um annarra þjóða, breytingum á siðmenning þeirra, lifs-
n