Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 206
20 6
að því er tímaritið snertir, en viljum ekki að svo komnu
fara fram á, að umboðslaun félagsins yfirleitt séu
hækkuð.
Oss er fullljóst, að .það er afarmikið vandaverk, að
annast ritstjórn á þannig löguðu timariti, ef vel á að.
fara, og ekki gerlegt að fela þann starfa nefnd manna,
er kosin sé á ársfundum til eins árs í senn og ætlað að
vinna verkið launalaust; álitum vér að ekki verði hjá þvi
kornist, að ráða sérstakan ritstjóra og launa honum úr
félagssjóði. Að sjálfsögðu ætti stjórn félagsins að ráða
ritstjórann, eins og hún ávalt að undanförnu hefir ráðið
mann til að semja Skírni, og þykir oss hæfa að hann
sé ráðinn til 2 ára í senn með x/2 árs uppsagnarfresti,
því að þess má ekki vænta, að nokkur nýr ritstjóri geti
á einu ári komið ritinu að öllu leyti i það horf, sem
hann helzt mundi kjósa. Vér álítum að árslaun ritstjóra
megi alls ekki vera minni en 6oo kr.; starf hans verður
mikið og margbrotið; hann verður að gefa nánar gætur
að öllum merkisviðburðum innanlands og utan, kynna
sér fjölda blaða og tímarita; hann verður og að gera sér
alt far um að afla ritinu aðstoðar allra beztu manna og
fróðustu; af honum verður heimtað, að hvert hefti rits-
ins sé svo úr garði gert, að það verði velkominn gestur
á hvert heimili.
Þá teljum vér nauðsynlegt að ritstjóri megi verja
40 kr. í ritlaun og prófarkalestur fyrir hverja örk (eða
960 kr. á ári) og er það sem næst því, er nú er greitt
fyrir eina örk i tímaritinu, ef gætt er að muninum á
arkastærð i því riti og Skírni; en vér viljum að ritstjóri,
innan þessara takmarka, ráði því sjálfur með samþykki
formanns félagsins, hversu mikil ritlaun hann borgar
hverjum höfundi, og geti þar gert mun eftir verðmæti
ritgerðanna.