Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 207
207
Menn kunna nú að segja: Þetta er vel ráðið, ei>
jxað kostar of mikið.
Þar til er þvi að svara, að útgáfa Skirnis og Tíma-
ritsins kostar félagið á ári c. 1400 kr. Hins vegar telst
oss til að útgáfa hins nýja timarits mundi kosta c. sooo
kr. á ári, ef prentuð væru 1^40 eintök, en það teljum
vér hæfilegt. Munurinn er 1600 kr. á ári.
En svo ber þess að gæta, að félagið getur vænt sér
mikillar aukatekju af þessu riii, þvi að vér gerum ráð
fyrir að fást mundu 6—8 hundruð kaupendur utan félags
þegar í stað, ef send væru út boðsbréf, þar sem vel væri
skýrt frá þvi, hvernig ritið ætti að verða. Auk þess ætti
að sjálfsögðu að taka auglýsingar og reyna að fá sem
mest af þeim, að dæmi útlendra tímarita. Loks má vænta
þess, að margir kaupendur tímaritsins mundu innan-
skamms gerast félagar Bókmentafélagsins.
Þegar á alt þetta er litið, þykjumst vér þess full-
vissir, að þannig lagað fyrirtæki mundi stórum auka vin-
sældir félagsins, fjölga félagsmönnum og bæta fjárhaginn.
Af framangreindum ástæðum leyfum vér oss að'
bera fram svohljóðandi tillögur:
1) Fundurinn samþykkir, að sameina skuli við
næstu áramót Skírni og Tímarit hins íslenzka Bókmenta-
félags í eitt tímarit, er heiti
Skirnir.
Tímarit hins islenzka Bókmentafélags,
og komi út fjórum sinnum á ári í 6 arka heftum í;
Skírnis-broti og verði selt utanfélagsmönnum, er gerast
fastir kaupendur, á 3 kr. árgangurinn, en í lausasölu á 4
kr. (1 kr. hvert hefti).
2) Fundurinn felur stjórn félagsins að ráða mann.
til að vera ritstjóra tímaritsins gegn 600 kr. þóknun á