Eimreiðin - 01.07.1918, Qupperneq 31
SÝNlft ODftS BISKÚPS
159
eins, en hvernig sem hann fór að, sá hann aldrei sömu sýmna
aftur. Nú sá hann alt annaS. Nú sá hann inn í stofu, snotra
en ekki stóra. Þar stóðu tvær stórar kistur, vaföar í selskinn-
um og látúnsbúnar. Hann kannaðist viö þær, því aS þær
voru alveg eins og bókakisturnar hans sjálfs. Uppi á þilinu
voru þrjár stórar bókahillur, fullar af bókum. Hann átti ekki
neitt svipaö því svona margar bækur. ViS einn vegginn í
stofunni var kakalofn, hlaSinn upp úr tigulsteinum, og reyk-
háfur úr honum upp í gegnum húsiS. Ofninn var rauSkyntur,
og sá í logandi eldinn gegnum sprungurnar á honum. — En alt
í einu var sem ofninn yrSi aS einum blossa, og breiddi sig út
um alla stofuna. Bækurnar á hillunum sviSnuSu og loguSu.
SkinnblöSin fornu undust saman eins og næfrar, losnuSu og
hurfu í eldinn, hvert á eftir öSru. Hann sá stóru, marg-litu og
snildarlega dregnu upphafsstöfunum bregSa fyrir viS skiniS
af eldinum. Þeir ljómuSu viröulega framan í feitum, þráöbein-
um og jafndregnum leturlínunum fornu, um leiö og þetta
fór alt saman veg allrar veraldar. Þetta fékk ekki öllu minna
á hann, en þótt hann sæi biskupssetriö brenna. — Sýnin varö
aö ljósmóöu í hélunni og hvarf.
VII.
Biskup vissi þaö, aö stöku menn voru gæddir einhverri
undarlegri gáfu til þess aö geta séö fjarlæga og jafnvel ó-
oröna hluti. Hann trúSi því sjálfur, aö hann væri gæddur
einhverri vitund af þessari gáfu, en þoröi aldrei aö hafa orö
á því viö nokkurn mann, svo aö ekki yröi dregið dár aö sér.
Þaö kom helst fyrir, þegar hann var góöglaöur af víni, aö
hann haföi orö á því viö vini sína eöa sveina, en þá jafnan
þannig, aö þaö var sagt í hálfgerðu glensi, svo aö taka mætti
þaö sem markleysu.
En þetta kvöld virtist hann óvenjulega fyrir kallaöur. Ald-
rei höföu undarlegar sýnir og undarlegar grunsemdir leitaö
eins á hann. Var þaö vegna þess, aö hann væri beygður og
mýktur af kvíöa og hugaróró vegna þess, sem himintunglin
virtust boöa honum? Eöa var þaö kuldinn og myrkriö í kirkj-
unni, sem lagöi á hann lamandi hönd, dró úr honum allan eöli-