Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 32

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 32
32 forv. Thoroddsen meiri var undrunin og fögnuðurinn yfir heimkomu Vam- bérys hjá Tyrkjum þeim og Evrópumönnum, sem bjuggu í Teheran. Keptust allir við að sýna Vambéry sóma og vinahót, og sendiherrarnir hjeldu honum veislur og annan fagnað. Sendiherra Rússa hvatti hann mjög til að fara til Pjetursborgar, því þar mundu ferðir hans í Turan mik- ils metnar, og eflaust hefði Vambéry átt glæsilega fram- tíð fyrir höndum, ef hann hefði gengið í þjónustu hinnar rússnesku stjórnar, sem einmitt þá var farin að leggja ráðin á og farin að undirbúa sig undir herferðir til Turan. Rússar lögðu þau lönd, er Vambéry hafði rannsakað, undir sig nokkrum árum síðar, eins og fyr var getið. En Vambéry vildi eigi aðhyllast Rússa, hafði skömm á þeim eftir hin grimmilegu herhlaup þeirra á Ungarn 1848, og hafði andstygð á harðstjórn þeirra; var hann jafnan síðar mótsnúinn pólitík Rússa í Asíu og ritaði mikið í ensk blöð gegn Rússastjórn. Sendiherra Englendinga fekk honum meðmælingarbrjef til ýmsra höfðingja í Lund- únum og hvatti hann til að fara þangað, enda hallaðist hann miklu meir að hinum frjálslyndu skoðunum Breta í stjórnmálum. Eftir 3 mánaða dvöl í Teheran hjelt Vambéry heim- leiðis, var alstaðar fagnað vel af tyrkneskum höfðingjum, og komst heim til Búdapest í maímánuði 1864 eftir tveggja ára ferðalag. Móttökurnar hjá löndum hans voru alt ann- að en glæsilegar; Vambéry kom aftur úr hinni mestu glæfraferð, sem hann hafði framið í þjónustu landa sinna og með dálitlum styrk frá þeirra landi, honum hafði orð- ið mikið framgengt og ratað í hinar mestu mannraunir, og allur heimurinn dáðist að þreki hans og áræði. Pað voru mikil vonbrigði fyrir Vambéry, að landar hans voru mjög þurkulegir við hann og fálátir, sintu lítið frásögnum hans um ferðalagið og voru alveg hirðulausir og kærulaus- ir um hinn vísindalega árangur ferðanna. Mun orsök þessa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.