Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 57

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 57
Síra Olafur Gíslason 57 þingum, og Önnu Soffíu dóttur Láritz Gottrúps lög- manns. Hann gekk í Hólaskóla, og vígðist 1756 sem kapellán föður síns í Saurbæjarþingum; var hann það í 9 ár, en fekk brauðið eftir hann 1765; það ár fór hann til Hafnar og reyndi þar til að fá stjórnina til að setja þriðja biskupsstól á íslandi og leggja jarðirnar f Stapa- umboði til þess; ljetst hann búinn til að taka að sjer það embætti. Pó varð ekkert úr þessu. Síra Olafur átti í brösum við ýmsa höfðingja, mest við Magnús sýslu- mann Ketilsson og síðar Ólaf Stephensen stiftamtmann. Var prestur geðstór maður og óvæginn í orðum. Lenti hann í ýmsum málaferlum og fekk viðurnefnið »Mála- Ólafur«; var hann að lokum sviftur embætti 1768, en fekk það þó aftur 1770. Fór nú alt friðsamlega um hríð, en smámsaman komst prestur í nýjar deilur, og 1786 var hann dæmdur frá prestskap. Fór hann utan 1790, og var hann þá orðinn hálfgeggjaður, að sögn. I Höfn reit hann æfisögu sína, sem hjer er kafli úr, og hefur hún um leið átt að vera einskonar varnarrit. Fekk hann konungsleyfi að bera hempuna. Hann kom út aftur haustið 1792, og var úr því kallaður með litlu ráði, og kyrsettur var hann 1796. Hann dó hjá systursyni sínum Guðmundi spítalahaldara Sigurðssyni á Hallbjarnareyri 12. sept. 1802. Kona síra Ólafs var Kristín dóttir Jóns lögrjettu- manns á Jörfa í Kolbeinsstaðahrepp Ólafssonar. Börn þeirra voru Sigríður, Halldóra, móðir síra Halldórs Jóns- sonar í Tröllatungu, Jóhann, Anna Soffía og Jón. Laun- sonur síra Ólafs með Sigríði nokkurri Einarsdóttur var Sigurður Ólafsson, þótti hann að mörgu líkur föður sín- um; hann var settur til menta og varð kapellán síra Kolbeins Porsteinssonar í Miðdal, en misti prestskap fyr- ir barneign, og dó skömmu síðar. Síra Ólafur virðist hafa verið allvel mentaður maður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.