Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1991, Page 65
BROT ÚR BARNAPRÉDIKUNUM
65
Sagnir í præs. ind. pass. eru jafnan þýddar með hjálparsögninni
’verða’ með lh. þt.:82 1 r 19 ’verður brotin og saurguð’ (’violatur’),
2vl8—19 ’verðum áminntir, lærðir, styrktir og staðfestir’ (’mon-
emur, docemur, corroboramur, munimur’) og lv21—22 ’verða ...
*fyrirlátnir ... fordæmdir’ (’deseruntur ... damnantur’).83
Sagnir í præs. conj. pass. eru þýddar með ýmsu móti. Tvær dep.
sagnir sem eru þýddar í 2r27-29 vóru nefndar hér að framan í
umíjöllun um præs. conj. act., og að misheppnaðri þýðingu
sagnmyndarinnar ’exerceamur’ var vikið í 6. kafla. Aðrar þýðing-
ar á præs. conj. pass. eru lrlO-11 ’mæddum oss’ (’defatigemur’) og
1 r 15— 16 ’skyldi ... til leggjast’ (’adjiciantur’); í báðum þessum
tilvikum er tíðinni breytt.
Tvær sagnir koma fyrir í fut. exact. (í óheilli og ónákvæmri
biblíutilvitnun). Sú fyrri er þýdd með sögn í nt. en sú síðari með
hjálparsögn í nt. og nh.: 2r 16—18 ’heldur þig frá ... og þá máttu
kalla’ (’abstinueris ... vocaveris’84).
Sagnir í imper. eru að vonunt algengar í prédikun, og þær eru
þýddar með samsvarandi sögnunt í bh. nema hvað einu sinni er
höfð hjálparsögnin ’skulu’, lv23-24, ’skulu þér ... taka yður
sterkan vara fyrir’ (’cavete’).85
Ein sögn í latneska textanum er í fut. part. og er þýdd í 1 r 12— 13
’að þá mundi hann ... gefa’ (’se daturum’).
Sitt dæmið er um hvort, gerundium og gerundivum, og í
þýðingu hvorstveggja er hafður lh. nt., 2r8 ’haldandi’ (’agendum’)
og 2vl6 ’biðjandi’ (’orando’).
9. Orðauðgi
Eitt af því sem hefur þótt einkenna stíl Odds Gottskálkssonar er
hve mörg orð hann hefur haft á takteinum, þannig að fjölbreytni
hans í orðavali er gríðarmikil.86
82 Eins er farið með dep. sögnina ’irasci’, lr28 ’verður ... til reiði reittur’ (’irascitur’), en
’comminari’ þýdd frjálslega í lr30, eins og nefnt var hér að framan.
83 f ljósi þessa er fjarska líklegt að sögn í lh. þt. hafi fallið niður á eftir lr23 ’verður’, sem
samsvarar ’teritur’, sbr. upphaf3. kafia.
84 Rithátturinn uocaberis hefur varla auðveldað skilninginn.
85 f latneskri málfræði síðmiðalda var greint á milli sagna í ’imperativo modo’, ’með
boðlegum hætti’, annars vegar ’præsenti tempore’, ’á nálægum tíma’, og hins vegar ’futuro
tempore’, ’á óorðnum tíma’. í síðarnefndu tilvikunum vóru sagnirnar þýddar með
hjálparsögninni ’skulu’ (sbr. AM 921 III 4to; sjá tilvísanir í nmgr. 78.)
“Jón Helgason, Málið ... (sjá nmgr. 27), 202; Steingrímur J. Porsteinsson, ’lslenzkar
biblíuþýðingar’, Víðfdrli 4 (1950), 53; Þórir Óskarsson, ’Sundurgreinilegar tungur ...’ (sjá
nmgr. 59), 215-17.
5