Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 7

Réttur - 01.10.1934, Page 7
völdum, og þegar í öðru lagi skeðu þau undur, að 'Ólafur Thors gerðist sósíalisti samkvæmt ummælum Jónasar frá Hriflu og Alþýðublaðsins, með því að lög- leiða einokun á saltfiskverzluninni í hendur Kveldúlfi og Alliance. Þá var lýst yfir því í aðalblaði Alþýðu- flokksins, að nú mundi ,,batinn“ koma með vorinu, í síðasta lagi!! Vorið kom og eftir það sumar, og enn voraði tvisvar. „Batinn” er ekki farinn að láta bóla á sér enn. Aftur á móti hefir þetta skeð: Atvinnuleysið hefir aukizt og heldur enn áfram að aukast. Laun verkalýðsins hafa lækkað, bæði með beinni launalækkun, en þó sérstaklega með hlutaráðn- ingu sjómanna. Jafnframt þessu hefir afkoma verka- lýðsins versnað með aukinni dýrtíð. Verðvísitala inn- flutningsins (miðað við 100 árið 1914) var 119 árið 1931, en verðvísitala smásöluverðs fyrir útlendar vör- ur er á sama tíma (miðað við 100 árið 1914) 154. Verðvísitala útflutnings var 99 árið 1931, en vísitala smásöluverðs fyrir innlendar vörur á sama tíma 190. Utanríkisverslunin hefir minnkað stórkostlega: 1928 64,4 80,0 4” 15,6 1929 77,0 74,2 -r- 2,8 1930 72,0 60,1 -e- 11,9 1931 48,1 48,0 - 0,1 1932 34,1 47,4 + 13,3 1933 47,4 46,8 0,6 1934 til 1. ág. 28,2 19,7 -f- 8,5 Aðstaða ríkisins út á við hefir stórlega versnað. Skuldir við útlönd nema nú 90—100 milljónum kr. Markaður íslenzkra afurða erlendis hefir verið tak- markaður mjög mikið. Milliríkjasamningar, sem gerð- ir hafa verið á síðustu árum, hafa allir verið landinu í óhag. Samkvæmt norsku samningunum eru Norð- mönnum veitt fríðindi við síldveiðar hér og kjötút- 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.