Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 8

Réttur - 01.10.1934, Page 8
flutningur þangað takmarkaður. Samkvæmt brezku' samningunum er útflutningur á ísfiski og frystu kjöti til Bretlands stórlega takmarkaður, tollar lagðir á ís- fiskinn og fslandi jafnframt gert skylt að þola ýmsar þvingunarráðstafanir, svo sem einkasölu Breta á kol- um til fslands, vildarkjör á tollum á ýmsri vefnaðar- vöru þaðan og fleira. Á ísfiskútflutning til Þýzkalands hefir verið lagður 10 % tollur og útflutningur þangað takmarkaður. ítalir hafa lagt á fiskitoll, og nú loks reka lestina spönsku samningarnir, sem takmarka út- flutningi á saltfiski til Spánar niður í rúmar 16 þúsund smálestir, en þessi útflutningur nam árið 1933 um 34 þús. smál. Reyndar hafa Spánverjar gengið inn á það að hækka innflutningsleyfi þetta upp í 21,000 smál. fyrir þetta og næsta ár, en það gildir þó aðeins þangað til Frakkar geta, vegna aukinna fiskveiða sinna, hag- nýtt sér allt innflutningsleyfi sitt. — Mjög miklar líkur eru til, að saltfiskmarkaðurinn verði takmarkaður enn meir, og má í því sambandi minna á ályktun frá síð- asta þingi Alþýðusambandsins, þar sem vafi er talinn á, að nokkur saltfiskframleiðsla verði leyfð árið 1936. 1. janúar ]935 voru saltfiskbirgðir í landinu nærri því 20 þús. smálestir, þrátt fyrir það, að aflinn var á þessu ári 7,000 smálestum minni en í fyrra. Þannig er þá viðhorfið í atvinnumálum íslands, þeg- ar hið nýja blekkingarheróp sósíaldemókratanna og framsóknarmanna hljómar landshornanna í milli: Lýðræði í atvinnumálum! Skipulag á þjóðarbúskapnum! Vinna handa öllum, sem vilja vinna! Og hver er þá þessi nýja aðferð? Við höfum séð, hvernig „kenningar" sósíaldemó- kratanna um „skipulagðan kapítalisma“, sem leiðina til sósíalismans, fórust í brimgarði hinnar ægilegu heimskreppu. — Þá var þeim gefinn nýr búningur. í 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.