Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 16

Réttur - 01.10.1934, Side 16
lýðsskrumi Hitlersfasismans, takmarkalaus samvinna við borgaralegt ríkisvald undir kjörorðinu: tJt úr krepp- unni með skipulagningu atvinnuveganna, en það þýðir ekkert annað fyrir verkalýðinn en: Út úr kreppunni á kostnað hinna vinnandi stétta. — Undir kjörorðinu: Móti fasismanum, er fasisering ríkisvaldsins efld. — Stærsta blað franska auðvaldsins, ,,Le'Temps“, lýsti þessari stefnuskrá með hinum einkennandi orðum: „Gegn fasismanum — fasiserið ykkur sjálfa“ (Contre le fascisme — fascisiez vous). Mussolini hélt ræður í Rómaborg, þar sem hann lýsti yfir því, að þessi nýja stefnuskrá væri ekkert annað en viðurkenning á stefnu fasismans. Enda tala verkin. Uppbygging sósíalismans er þegar byrjuð, segja sósíalfasistarnir, hin hægfara þjóðnýting er hafin. Einn liður þeirrar hægfara þjóðnýtingar var hér á íslandi þjóðnýting milljónaskulda íslandsbanka. Það var einnig spor í áttina til sósíalismans. Og þegar þingmenn Alþýðuflokksins voru á flokksþingi ásakaðir fyrir það að hafa greitt atkvæði með auknum tollum á nauðsynjavöru alþýðunnar, þá svaraði núverandi ráð- herra þessa flokks, Haraldur Guðmundsson, með þess- um orðum: Einhvers staðar verður ríkissjóður að fá tekjur sínar frá. Þegar Ólafur Thors setti á bráðabirgðalögin um sölu- samlag fiskiframleiðenda, sem var ekkert annað en ein- okun á útflutningi fiskjar í hendur Kveldúlfi og Alli- ance, skýrði Alþýðublaðið það sem spor til sósíalismans. Þegar síldarverksmiðja ríkisins var vígð á Siglufirði, var byggingu verksmiðjunnar lýst sem sigri þjóðnýting- ar. Á vígsluræðu Jónasar frá Hriflu var minna minnzt, þar sem hann í nafni ríkisstjórnar hótaði að loka verksmiðjunni, ef verkamenn kynnu að krefjast kjara- bóta. Þegar Jón Baldvinsson tók sæti sem bankastjóri Út- vegsbankans, til þess að reka erindi bankaauðvaldsins gagnvart sjómönnum, með því að viðhalda þrælakjör- 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.