Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 19

Réttur - 01.10.1934, Page 19
niðurstaða af rekstrarreikningi þessara „sósíalistisku1* flokka eftir þriggja mánaða starf. Það er þessi niður- staða, sem Alþýðublaðið kallar: „Dóm núverandi ríkis- stjórnar gegn hinu gamla sjónarmiði hins deyjandi auð- valdsskipulags", og bætir við, „dómur, sem hinar vinn- andi stéttir munu staðfesta". 'v En hæstiréttur verkalýðsins mun samt fella annan dóm. Kreppa auðvaldsins heldur áfram að skerpast. At- vinnuleysi verkalýðsins mun enn vaxa. Hið óbrúanlega djúp stéttamótsetninganna mun enn breikka. í það djúp mun auðvaldsglamur sósíaldemokratanna um samvinnu stéttanna hverfa. Ýmist opinskátt eða dulklætt, undir Jýðskruminu um „borgaralegt lýðræði“, undir slag- orðunum „lýðræði“ og „frelsi“, ryðja foringjar íslenzka Alþýðuflokksins nú fasismanum braut. Hinn mikli for- ingi þýzka verkalýðsins, Ernst Thálmann, sem nú hefir verið kvalinn í fangelsum þýzku nasistanna í bráðum tvö ár, þreyttist aldrei á að aðvara verkalýðinn gegn blekkingum þessara slagorða: „Sá, sem raunverulega vill berjast gegn fasismanum“, sagði hann, „má ekki bregða upp fyrir fjöldanum hinu, svikula merki borgaralegs lýðræðis; hann má ekki ljúga því að fjöldanum, að borgaralegt lýðræði og fasismi séu tvö andstæð stjórnarfarskerfi, og að hægt sé að sigrast á öðru þeirra með því að verja hitt, heldur verður hann að segja skýrt og skorinort: Barátta gegn fasisman- um er barátta gegn auðvaldsskipulaginu, stéttarbarátta öreiganna“. Meðan sósíalfasistar velja sér leiðina yfir í her- búðir fasismans, velur verkalýður allra landa leið rúss- neska verkalýðsins, leið stéttarbaráttunnar. Sú leið verð- ur ekki farin eftir neinum skottulæknngartillögum H. de Man, Colbjörnsens, Héðins Valdimarssonar eða ann- arra slíkra. Sú leið verður aðeins farin undir merki Marx, Engels og Lenins. 115

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.