Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 42

Réttur - 01.10.1934, Page 42
skrár. Þessir hlutar borgarastéttarinnar kröfðust þess af Hitlersstjórninni sem fulltrúa sínum, að hún létti af þeim kreppubyrðunum með því að veita þeim æ meiri möguleika til arðráns á verkalýðnum. Ógöngur þær, sem atvinnulíf Þýzkalands var komið í, gerði þetta að lífsskilyrði fyrir þýzka stórauðvaldið. í þessu skyni gaf stjórnin út þrælalögin frá 20. jan. 1934, sem ganga áttu í gildi 1. maí. Þessi lög afnema öll þau réttindi í verka- málum, sem þýzki verkalýðurinn hefir unnið sér til handa undanfarna áratugi, þau afnema alla þá kaup- taxtasamninga, sem verið hafa í gildi fram til þessa, taka kaupsamningaréttinn af verkalýðssamtökunum og gera hvern verkamann einstakan að samningsaðiia gagnvart atvinnurekandanum. Þessi lög tókst nú ekki hinni fasistísku stjórn að framkvæma. Framkvæmd þeirra var frestað, fyrst til 1. júní, síðar til 1. okt., vegna andspyrnu verkalýðsins, sem kom meðal annars fram í daglegum verkföllum um allt Þýzkaland síðast- liðið ár, jafnvel með þátttöku sjálfra hinna fasistísku verksmiðjufélaga. En nú var ekki lengur hægt að her- væða hina vonsviknu og óánægðu millistétt utan og innan stormsveitanna til stuðnings árásunum á verka- lýðinn með sama hætti og fyrstu mánuðina. Þetta kom greinilega fram við trúnaðarmannakosningarnar í verk- smiðjunum, sem fram fóru í maí s. 1. og enduðu með full- um ósigri nazistanna. Þetta skapaði þá skoðun meðal nokkurs hluta þýzka auðvaldsins, að fylgi millistéttar- innar væri ekki lengur nægilega tryggur grundvöllur fyrir völdum þess. Það heimtaði nýjan grundvöll. Þessar kröfur framkvæmdi Hitler með upplausn stormsveitanna og hinna nazistisku verksmiðjufélaga. Ríkisvaldið skyldi byggt á Ríkisvarnarliði (Reichsvehr) og lögreglu. Mill- jónagrundvöllur þess var tekinn að þrengjast og orðinn hvarflandi. Nazistaalræðið færðist æ meir í form hins hreinræktaða hernaðaralræðis. Þetta er merking hins blóðuga dags, 30. júní í Þýzka- landi. 138

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.