Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 57

Réttur - 01.10.1934, Page 57
Margar sveitir borgaravarðliðs og árásarliðs gáfust upp. Við höfum lýst yfir afnámi einkaeignaréttar á framleiðslutækjum. Veitingar áfengra drykkja voru bannaðar. Vélbyssuherdeild, sem kom frá Leon, var gersigruð í Campomanes, eftir harðan bardaga. Síðan á mánudag hefir að staðaldri verið varpað á stöðvar okkar sprengjum úr loftinu. Tvær flugvélar tókst okkur að skjóta til jarðar með vél- byssum. Liðssveitir Ochoa hershöfðingja, sem réðust inn í Aviles, hófu skothríð á íbúðir verkamanna og* myrtu konur og börn hinna þekktustu byltingaleið- toga. Ochoa náði Aviles á vald sitt, en áræddi þó ekki að hætta sér inn í hin innri hverfi borgarinnar. Konur berjast eins og hetjur í fremstu röðum. Við höfum látið lausa fanga úr öreigastétt, og fangelsin hjá okkur eru full af kapítalistum, sem við höldum sem gíslum. Lögreglumenn þá, sem gefizt hafa upp, höfum við afvopnað og látum þá vinna að ýmsum vélfræðilegum störfum, svo sem vopnaviðgerðum. Við höfum varalið og hergögn, sem ættu að geta enzt okkur í þrjá mánuði. Okkur er kunnugt ástand- ið í öðrum héruðum Spánar fyrir tilstilli loftskeyt- anna. En þó að ykkur takist ekki að koma í veg fyr- ir, að öllum kröftum afturhaldsins verði einbeitt gegn Astúríu, gefumst við ekki upp“. Þegar hersveitir fasistastjórnarinnar réðust inn í borgir og þorp Astúríu, byrjaði tímabil hinna djöful- legustu ofsókna og hryðjuverka, sem naumast verður líkt við nokkuð annað en fólskuverk þýzku nazistanna eftir valdatöku Hitlers. Þessi nýlenduher fór um hér- uðin rænandi, brennandi og myrðandi. Flugvélar ger- eyddu heilum þorpum með sprengikúlum og eiturgasi. Uppreisnarmenn voru bókstaflega brytjaðir niður, hvar sem til þeirra náðist, börnum og gamalmennum var ekki hlíft, konur voru svívirtar og sýktar af hin- um barbarisku leikusveitum. Og hin heilögu sakra- menti kirkjunnar fylgdu vandölunum á ferð þeirra. 153

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.