Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 63

Réttur - 01.10.1934, Page 63
verða. Rússland úði og grúði af foreldralausum flæk- ingsbörnum, sem fóru hópum saman um landið með ráni og rupli, frömdu íkveikjur og önnur illræði. Eng- inn getur með vissu sagt, hve margir þessir smáu ill- virkjar voru víðsvegar í öllu landinu. Margir dóu á vetrum úr hungri og kulda, aðrir duttu af eimlestinni á leiðinni, annaðhvort ofan af vagnþakinu, þar sem þeir höfðu lagzt til svefns, eða þeir urðu að sleppa járnstöngunum undir vögnunum, er þeir leituðu skjóls milli hjólanna. Ekið var yfir marga, og aðrir fórust af ofdrykkju, syfilis eða ofnautn kokains. Lögr,eglan tók sinn hluta. Börnin voru fimm til fjórtán ára gömul. Þau voru landplága. Þau lærðu brögðin hvert af öðru, og löngu fyrir sjálfræðisaldur voru glæpirnir orðnir þeim vani., Þau óttuðust ekkert. Frelsið var þeim fyrir öllu. Upphaflega, meðan allt var á ringulreið í Sovétríkjun- um, höfðu menn hvorki tíma til eða hugsun á að gera nokkuð sem héti fyrir þessa ungu glæpamenn. Hin ágæta kvikmynd, „Leiðin til lífsins“, sýndi þó, að hugsjónamenn höfðu tekið að sér að reyna að leiða hluta af börnum þessum til heilbrigðara lífernis. En það dugði skammt. Menn vissu ekki með vissu, hvernig bezt yrði stungið á kýlinu. Sumum tókst tilraunin, aðr- ir höfðu einungis skapraun af henni. En nú hófst leynilögreglan handa. Byrjað var í mjög smáum stíl. Og ,ekki með yngstu börnin. Víðáttumikið skóglendi liggur klukkustundar akstur frá Moskva. Þar var stofnsett fyrsta byggð ungra glæpamanna. Skógurinn var villiskógur með mýrarfenjum. Þar voru engir vegir. Ekkert var þar gert af manna völdum, nema hrörleg smiðja og sumarhús, sem jarðeigandinn hafði búið í á sumrin, áður en hanni var rekinn í burtu. Einn af forstöðumönnum G. P. U. tók að sér að sjá sjálfur um tilraunina. Byrjaði hann með tuttugu menn, 16—24 ára að aldri. Allir voru sóttir í gæzluvarðhald 159;

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.