Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 68

Réttur - 01.10.1934, Page 68
sýnist, því að enginn setur þeim fyrir, nema sjálfir þeir. En hér gerist það furðulega fyrirbrigði, að letinginn herðir sig allt hvað hann getur, svo að hinir hæðist ekki að honum. Verði einhver, sem er sérstaklega hag- ur, á undan hinum, rýkur hann til félaga síns, sem hef- ir dregizt aftur úr, og hjálpar honum. I öðru húsi voru gerðir knettir allskonar til íþrótta- iðkana, í því fjórða húfur, hálsnet, peysur, sokkar, fullkominn skíðabúnaður. Þar unnu nær eingöngu stúlkur. Sumar þeirra höfðu Ijtaðar varir og neglur. Og hví skyldu þær ekki mega það, fyrst það gladdi þær? — Við erum að fara milli húsa. Þá kemur unglings- maður, klappar á öxl forstjórans og kveikir sér í sigarettu við sigarettu hans. — Einn af nýbyggjun- um, segir forstjórinn. Hann var svo til reika, þegar hann kom hingað, að ég ætlaði að gefast upp á hon- um; nú er hann ein af stoðum fyrirtækisins! Vinnutíminn er sjö og hálf klukkustund, að honum loknum er frí — það ,er að segja fyrir þá, sem kunna að lesa og skrifa, annars verða þeir að læra það í fríinu. Skólar starfa allan daginn, og þeir eru því nær yfirfullir. Þegar nýbyggjarnir hafa vanizt stað- háttum, fer menntaþráin að gera vart við sig. Þeir geta lært það sama og öllum börnum er kennt, en þeir geta líka lært undir háskólanám. Enginn skip- ar: Þú skalt vera verkamaður eða iðnaðarmað- ur! Sérhver getur verið það, sem hæfileikar hans og löngun leyfir honum. Sumir hafa listamannshæfileika. Þeim er kennt af ágætustu listkennurum frá Moskva. Þarna eru málarar, myndhöggvarar, byggingameist- araefni, ungir vísindamenn og verkfræðingar. 1 rekstursráðinu eru menn úr verksmiðjunum og frá öðrum starfshópum. Ráðið heldur oft fundi, ræðir um alla hluti, semur ný lög, sem ganga í gildi jafnskjótt og þau hafa verið samþykkt við atkvæðagreiðslú. 164

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.