Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 87

Réttur - 01.10.1934, Page 87
skilja á alla vegu. Þegar þú ert í skóla, þá skrifar þú út frá því, sem hver einasti guðfræðilærður maður veit, að guðspjöllin flytja alls ekki neina heilsteypta kenn- ingu eftir Jesú. Þar er hver setningin upp á móti ann- arri, og um það má deila í það óendanlega, hvað Jesús hefir sagt og hvað ekki, þótt gengið sé út frá honum sem sögulegri persónu. Þetta er dæmi þess, hvernig þú ferð með þekkingu þína. En hví skyldir þú taka upp á því, að kalla kenningu Jesú jafnaðarhugsjón? Það er af því, að þú vilt hjálpa til þess að draga hina byltinga- sinnuðu verkamenn undir merki jafnaðarstefnunnar, sem er í höndum þeirra manna, sem bezt hafa reynst í því að afvegaleiða baráttu verkalýðsins, þar sem ekki hefir tekizt að halda henni alveg niðri, og leiða hann undir böðulsöxi fasismans, svo sem dæmin sýna í Þýzka- landi og Austurríki. — Á þann hátt vinnur þú hús- bónda þínum, auðvaldinu, ómetanlegt gagn. Eg fullyrði ekki, að þú hafir hugsað málið á þessa leið. En sé svo ekki, þá hefir þú stuðzt við eðlishvöt þína, eins og rotta, sem flýr feigt skip, eða meri, sem flýr til húsa undan illviðri. — Vísindin kenna, að á því lægra stigi sem hugsanalífið sé hjá dýrunum, því öruggari leiðarvísir sé eðlishvötin. Þó hefir þú hvergi stigið sporið jafn djarft og á sviði sagnfræðinnar. í Iðunnargrein þinni segir þú: „Höfum við (þ. e. prestarnir) blóð lítilmagnanna á olckar sam- vizku?“ Já — „sýkn er eg af blóði þessa saklausa manns“, sagði Pílatus forðum daga. Fjandans mikinn kjark þarf nú til þess að segja annað eins og það, að prestarnir og kirkjan hafi ekki blóð lítilmagnanna á samvizkunni. Hvert fermingarbarn á þó að vita, að prestarnir hafa á liðnum öldum staðið fyrir ýmsum ægilegustu hryðjuverkunum og lagt blessun sína yfir flest hinna. Prestarnir krossfestu Jesú, brenndu Brúnó, Mervede og Húss. Þeir hafa blessað fallbyssukúlurnar og beðið guð að myrða óvinaþjóðirnar. Þetta veizt þú «eins vel og eg. Og þú veizt meira. Þú veizt það, að prest- 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.