Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 7
S A M V I N N A N
229
tími komi, er „verkföllin verði ekki annað en ljót endur-
minning' og menn lifi í sátt og sameiningu“, eins og Jauré
kemst að orði. Sömuleiðis ætti menn, þangað til sá tími
kemur, að reyna að afstýra verkföllum og fækka þeim,
alveg eins og menn reyna að láta alþjóðadómstól skera úr
þrætum landa á milli til þess að korna í veg fyrir ófrið.
En til eru dæmi þess, að verkföll virðast svo hættu-
leg öryggi almennings, að vafasamt er, hvort ekki beri
að telja þau til afbrota, sem refsa verði fyrir. Fyrst og
fremst á þetta við um þjónustumenn ríkisins og starfs-
menn. I ýmsum löndum hafa komið fyrir verkföll meðal
póstmanna, járnbrautarmanna, starfsfólks við sjúkrahús
og jafnvel lögregluþjóna, svo sem í Lyon 1905. Allar
stjórnir hafa tvímælalaust neitað að viðurkenna rétt til
verkfalla eða vinnustöðvunar hjá þeim mönnum, sem
þær hafa í þjónustu sinni, jafnvel þótt þær hafi veitt
þeim réttindi til samtaka og rétt til þess að ganga í stétt-
arfélög. Og verkföll hjá þeim mönnum hafa ríkisstjórn-
irnar talið uppreisn, sem leiði að minnsta kosti af sér
uppsögn starfsins í refsingarskyni. Þjónustumönnum rík-
isins, sem krefjast réttar til verkfalla, hafa menn bent á,
að aðstaða þeirra er allt önnur en aðstaða verkamanna
gagnvart vinnuveitöndum. Ráðning þeirra eða skipun til
starfsins er með öllu óskyld vinnusanmingum, og laun
þeirra eru lögákveðin, og þeim verður því aðeins breytt
með lagabreytingum. Allar tilraunir til þess að bæta
launakjör þeirra á annan hátt eru því uppreisn gegn lög-
unum. En til eru einnig önnur störf, sem eru að vísu ekki
unnin af mönnum í þjónustu ríkisins, en eru samt setn
áður mjög mikilvæg öllum almenningi, og stöðvun þeirra
getur verið miklu hættulegri almennu öryggi en störf
embættis og þj ónustumanna ríkisins, svo er t. d. um störf
við neyzluvatnsveitur, störf við ljósaveitur og störf við
jámbrautaflutninga — engu síður þótt þau sé í höndum
einkafélaga. En hvaða afstöðu er hægt að taka til verk-
falla hjá slíkum mönnum?
Það er mjög erfitt að setja takmörkin, þar sem