Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 16
238
S A M V I N N A N
IX.
Um verkamannalöggjöf, sérstaklega um takmörkun
vinnutíma.
Hækkun vinnulauna og tryggingin gegn því, að þau
kunni að tapast (sem rætt verður urn í næsta kafla),
hafa í för með sér bættar fj árhagsástæður og betri af-
komu verkamannastéttarinnar. En umbæturnar á lífs-
kjörum þessarar stéttar má ekki binda við það eitt.
Hækkaðar tekjur og trygging fyrir sæmilegri fjárhags-
aíkomu á vandræðatímum er að vísu mikils virði, en jafn-
mikils virði er það, að verkamaðurinn sé eftir föngum
vemdaður við vinnu sína gegn slysum og heilsutjóni, að
hann fái næga hvíld og tómstundir frá vinnunni, að hann
fái holla og ódýra fæðu, hollan og ódýran bústað.
Vér munum ekki ræða þessi síðustu atriði hér; þau
standa í sambandi við neyzluna og munu verða rædd síð-
ar í sambandi við hana (sjá IV. bók, 2. k&p.). En það er
verndun verkamanna við vinnuna og vinnutíminn og
lengd hans, sem vér ætlum að gera að umtalsefni hér.
Þegar fullt atvinnufrelsi komst á og farið var að
nota vélar til iðnaðar, olli það mjög illri aðstöðu verka-
mannastéttarinnar yfirleitt. Iðjuhöldar þeir, sem þá risu
upp, reyndu fyrst og fremst að auka framleiðsluna og af-
urðir sínar. Og það virtist vera auðveldast með því að
lengja vinnutímann; jafnvel næturvinna varð algeng, og
sömuleiðis sunnudagavinna. Og þar að auki var notaður
eins ódýr vinnukraftur og frekast var unnt. „Sultarlaun“,
sem svo hafa verið nefnd með réttu, voru tíðkanleg, og
kvennavinna og barnavinna gat verið arðvænleg í þessu
sáttasamninga og gerðardóm, frá 12. apríl 1910. í Noregi voni
sett lög árið 1916 um gerðardóm í vinnudeilum. í Finnlandi
voru samþykkt ákvæði um sáttaneíndir og gerðardóm í vinnu-
deilum, og var það gert í sambandi við atvinnulögin 1008.