Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 78
300
S A M VINNAN
tæki til þess að nota. Það liggur í augum uppi, að
þessu göfga boðorði er illa hlýtt, á meðan það skipulag
vinnunnar helzt, sem nú er, og verkamenn í þjónustu
vinnuveitanda eru ekki annað en tæki til þess að auðga
hann.
En ráðið, sem samvinnumenn vilja nota til þess að
afnema núverandi launakerfi, er allt annað en það. sem
jafnaðarmenn vilja nota. Fyrst og fremst álíta samvinnu-
rnenn, að afnám einkaeignar sé algerlega ókleift ráð til
þess að ná þessu marki, það komi jafnvel alveg í bága
við tilgang sinn, því að það sé einmitt skortur á einka-
eignum, sem skapar það ástand, sem nú er, heldur uppi
launakerfi nútímans og gerir verkamenn háða og ósjálf-
stæða. Eina ráðið, eftir skoðun samvinnumanna, til þess
að gera verkamenn óháða og sjálfstæða, er því það, að
allir geti átt einhverjar eignir.
En við hvað er átt með því, þegar talað er um að
afnema núverandi launakerfi?
Eina ráðið, til þess að afnema launakerfið gagngert,
væri það, að gera alla verkamenn að sjálfstæðum framleið-
öndum, sem ynni með eigin framleiðslutækjum og fyrir
eigin reikning, eins og handiðnamaðurinn eða bóndinn. En
slíkt fyrii-komulag virðist ósamræmanlegt við stóriðjuna
og alla þróun og framfarir framleiðslu og viðskipta, enda
heldur enginn slíku fram lengur, hvorki jafnaðarmenn né
frjálslyndir hagfræðingar. Með því að afnema núverandi
launakerfi er því aðeins átt við það, að verkamenn geti
framvegis unnið við fyrirtæki, sem þeir eiga sjálfir í,
stjórna sjálfir og hirða allan ágóðann af sjálfir.
En hvernig hugsa þjóðnýtingarmenn til að ná þessu
marki? Þeir vilja þjóðnýta fx'amleiðslutækin, og með því
móti ynni verkamenn framvegis ekki fyrir fjáreignamenn
og auðkýfinga, heldur fyrir þjóðfélagið, sem greiddi þeim
fyrir vinnuna allt það, sem hún gefur af sér, að frádregn-
um tilkostnaði og rentum. En vafasamt er, að þessi að-
ferð reyndist þess megnug að afnema núverandi launa-
kerfi, þó aldrei nema að hún reyndist framkvæmanleg, því