Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 38
260
SAMVINNAN
Skaðabætur þær, sem vinnuveitandi á að greiða
verkamanni, þegar slys ber áð höndum, eru nákvæmlega
til teknar í lögum. Sú trygging er sett til þess, að koma
í veg fyrir allar þrætur og málaferli. Skaðabæturnar
eru vitanlega misháar og fer það aðallega eftir þessu:
1. hvort fötlun frá vinnu er aðeins um stundarsakir.
2. hvort fötlun er aðeins að nokkru leyti, en langdræg.
3. hvort fötlunin er alger og um aldur og æfi. 4. hvort líf-
tjón hlýzt af.
Þegar menn fatlast frá vinnu að nokkru leyti, eða
verða bagaðir, sem svo er kallað, án þess þó að verða frá
vinnu að öllu leyti, eru skaðabæturnar reiknaðar eftir ná-
kvæmum reglum, og er þá miðað við skaðabætur þær,
sem greiddar væru fyrir algerða fötlun. Fyrir að missa
hönd eru svo eða svo margir af hundraði (samanborið
við algerða fötlun), fyrir fótarmissi svo eða svo margir
af hundraði, fyrir að missa auga svo eða svo margir af
hundraði o. s. frv., alveg eins og var í fomum germönsk-
um lögum, þegar reiknaðar voru bætur fyrir högg' og
áverka.
Skaðabótaskylda vinnuveitanda þarf ekki að hafa í
för með sér skyldu hans til þess að kosta tryggingu gegn
slysum. Eftir frönskum lögum frá 1898 er slysatrygging
algerlega frjáls. Vinnuveitendur tryggja sig aðeins, ef
þeir óska þess sjálfir og þá hvar sem þeir vilja, hvort
heldur er í venjulegu vátryggingarfélagi gegn ákveðnu
iðgjaldi, eða í samlagsfélagi til trygginga fyrir vinnuveit-
endur í einni og sömu atvinnugrein, eða þá með því móti
að ganga í hreina og beina samábyrgð, þ. e. a. s. að þeir
skuldbinda sig til að hjálpast að við að greiða skaðabæt-
urnar einn fyrir alla og allir fyrir einn, eða loks með því
að tryggja sig gegn þessari hættu í styrktarsjóði, sem
stofnaður er af ríkinu í þessu augnamiði (C a i s s e
nationale des retraites)1). Ef þeir kæra sig
T) I.a Caisse nationale veitir aðeins tryggingu
gegn stórslysum, svo sem þeim, er valda algerri fötlun frá