Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 29
S A M V I N N A N
251
Að vísu væri slík alþjóðleg afskipti gagnleg, en þau mætti
ekki nota fyrir átyllu til þess, að hvert land biði eftir
aðgerðum annara. Reynslan hefir sýnt, að þær þjóðir, sem
hafa nægan siðferðisþroska til þess að takmarka og stytta
vinnutímann, þær hafa líka náð þeim framförum í iðnaði,
að þær þurfa ekki að óttast samkeppni frá öðrum þjóð-
um, sem lengri vinnudag hafa. En þegar um tvö eða
fleiri ríki er að ræða, sem standa líkt að vígi í fjármál-
um og atvinnu, þá er það vissulega heppilegt, að þau
vinni í sameiningu að slíkum efnum. Og það hafa menn
reynt á síðari tímum, annaðhvort með almennum
millilandasamþykktum, eins og árið 1906, þegar sam-
þykkt var að hætta að nota hvítan fosfór við eldspýtna-
gerð, og eins, að bönnuð var næturvinna kvenna, eða þá
með samningum milli tveggja ríkja, svo sem t. d. með
samningum milli Frakklands og Ítalíu árið 1904, um slys
við vinnu, sparifé verkamanna o. fl.
X.
Um tryggingarráðstafanir.
Það er ekki nóg, að verkamaðurinn fái sæmileg laun
og sé þrautpíndur af allt of miklu erfiði. Líf hans er
fullt af áhyggjum og kvíða, ef hann veit sig ekki örugg-
an. Sá maður, sem ekki hefir nema til hnífs og skeiðar,
þarfnast öryggis og trygginga gegn hættum þeim, sem
yfir honum vofa á hverri stundu og geta svipt hann
vinnu og þar með auðvitað öllu, sem hann þarf til lífs-
ins. Verkamaðurinn á við sex tegundir hættu að búa.
Þrjár af þeim á hann sameiginlega með öðrum mönnum,
það eru s j ú k d ó m a r, e 11 i og d a u ð i og þar með
mætti telja þá fjórðu, sem er fötlun frá vinnu. En
tvær eru þær hættur, sem vofa yfir verkamönnunum
sérstaklega, fremur en öðrum mönnum. Þær eru s 1 y s
við vinnuna og atvinnuleysi. Allar þessar hættur