Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 108
330
SAMVINNAN
ar mótbárur g-egn skyldum þjóðfélagsins að styrkja þá,
sem þurfamenn eru. En af þeim getum vér þó dregið þá
ályktun, að sjálfsagt sé að gæta allrar varúðar um opin-
bera styrktarstarfsemi og skipulag hennar. Fyrst og
fremst á það við um fátækrastyrkinn eða fá-
t æ k r a f r a m 1 e i ð s 1 u n a, sem þegar fyrir löngu er
talin skylda í öllum siðuðum þjóðfélögum. Og það á einnig
við um verkamannatryggingarnar, sem vér
höfum gert að umtalsefni hér á undan.
Það er vel hugsanlegt, að vonin um opinberan styrk
geti dregið úr framleiðslustörfum eða sparsemi þeirra
manna, sem líkindi hafa til þess að verða hans aðnjótandi,
en það er líka hugsanlegt, að styrkur þessi, sé honum
skynsamlega jafnað niður, verði á hinn bóginn til góðs.
Og hvemig stendur á því, að menn óttast þessar illu af-
leiðingar aðeins þegar fátækir eiga í hlut, en ekki gagn-
vart þeim auðugu. Viss eftirlaun, von um arf eða þá verð-
bréfaeign ætti þó miklu fremur að verða til þess að ala
upp í mönnum leti.
Óttinn við það, að barneignum fjölgi um of hjá styrk-
þegum virðist ekki hafa við sterk rök að styðjast, að
minnsta kosti eiga slíkar röksemdir illa heima í Frakklandi,
þar sem komið hefir til orða að verðlauna menn fyrir barn-
eignir og efnastéttirnar virðast ekki vilja eða geta aukið
kyn sitt nema af skornum skammti.
Sú staðhæfing, að styrkveitingarnar auki fjölda fá-
tæklinganna, hefir ekki við reynsluna að styðjast, því að
aldrei hefir fátækraframfærsla verið jafnvel skipulögð
og á vörum dögum, aldrei hefir verið jafnmiklu úr að
spila til þeirra hluta, aldrei hefir sú starfsemi verið jafn-
víðgreind og yfirgripsmikil, og samt eykst ekki fjöldi
þurfalinganna hlutfallslega. Þeim fækkar yfirleitt í öllum
löndum, meira að segja í Englandi, þar sem opinber fá-
tækrastyrkur hefir lengst verið lögbundinn og fram-
kvæmdur. Það var einmitt fordæmi Englendinga, sem