Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 179
S A M Y I N N A N
401
En mætti þá ekki segja, að féð sé flutt út vegna þess, að
tækifæri skortir til arðnýtingar heima? Og hvað er þá
við það að athuga, þótt féð sé sent til hagnýtingar ann-
ars staðar? Það er líkt um þetta og það, þegar ungu
stúlkumar giftast í fjarlæg héruð; ef enginn vill þær
heima í sinni sveit, hvað eiga þær þá að gera annað en
að leita fyrir sér lengra í burtu ?
Og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það, að fé
sé lánað til útlanda? Ef til vill með því að neita að lánið
sé skrásett í kauphöllinni eða setja viss skilyrði fyrir
því?1) En slíkt getur þó ekki komið í veg fyrir, að fjár-
eignamenn, sem vel fylgjast með og hafa viðskipti við
erlenda banka, taki þátt í slíkum lánveitingum. Aftur á
móti getur það tekið alveg fram fyrir hendurnar á smærri
fjáreignamönnum, einkum ef stærri peningastofnanir
taka höndum saman við ríkisstjórnina og mæla á móti
lánveitingunni.
Almenningur hefir yfirleitt hallazt að þeirri skoðun,
að þessar aðferðir sé réttmætar, en vér teljum þær frekar
til ills eins. Það er að vísu óþægileg tilhugsun, að pen-
ingar þeir, sem vér lánum út úr landinu, sé notaðir til
iðnfyrirtækja, sem keppa við vor eigin iðnfyrirtæki. En
getum vér afstýrt því með því að neita um lánið? Alls
e-kki. Eina afleiðingin yrði sú, að ríki það, sem neitað
væri um lánið, fengi það annars staðar, svo að vort eigið
land missti af vöxtunum og öllum þeim ágóða, sem bankar
og umboðsmenn hafa af lánum til annarra landa.
Ef tilgangurinn er sá, að vernda sparifé þjóðarinn-
ar, þá er óhætt að segja, að ríkisstjórnin er ekki þess
umkomin að vera fjárhagslegur ráðunautur manna. Þau
störf er betra að fela þeim, sem vanir eru að hafa þau
með höndum, en það eru bankarnir. Ef ríkisstjórn bann-
Dæmi eru til um þetta. Með því móti var t. d. komið í
vcg fyrir það, að lán fengist í Frakklandi til Argentínu árið
1909, til Ungverjalands og Tyrklands árið 1910 og til Búlgaríu
1912.